fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Miskunnarlaus og Scholes líkir honum við goðsögn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var fjör í Meistaradeild Evrópu í gær þegar önnur umferð í riðlakeppni kláraðist. Í H-riðli vann Manchester United 5-0 sigur gegn þýska liðinu RB Leipzig, leikið var á Old Trafford í Manchester.

Mason Greenwood kom heimamönnum yfir á 21. mínútu, staðan í hálfleik var 1-0. United gekk á lagið í seinni hálfleik. Rashford skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili á 76. og 78. mínútu. Það var síðan Anthony Martial sem kom United í stöðuna 4-0 með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Marcus Rashford fullkomnaði síðan þrennu sína með marki á 90. mínútu og innsiglaði 5-0 sigur United. Liðið er með fullt hús stiga í 1. sæti riðilsins eftir tvær umferðir. RB Leipzig er í 3. sæti með 3 stig.

„Þú gerir ráð fyrir þessu frá Rashford, ég elskaði að sjá hann miskunnarlausan. Þú sást að í hvert skipti sem hann komst í gegn þá gaf hann markverðinum ekkert tækifæri,“ sagði Paul Scholes sérfræðingur BT Sport og fyrrum miðjumaður Manchester United um málið.

„Hvernig hann klárar færin hefur stundum verið gagnrýnt, ef þetta heldur svona áfram þá á hann að skora um 25 mörk á tímabilinu.“

Scholes líkti frammistöðu Rashford við gamlan liðsfélaga sinn, Ruud van Nistelrooy sem var frábær í að klára færin. „Þetta var eins og Nistelrooy í síðasta markinu, þú sérð þegar hann komast í gegn og þú veist að hann neglir boltanum í hornið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“