fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
433Sport

Pepsi Max deild kvenna: Breiðablik skoraði 7 mörk á Akureyri – Jafntefli í Eyjum

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 13. september 2020 16:27

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór/KA mætti Breiðablik og ÍBV tók á móti Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Hér fyrir neðan má sjá úrslitin úr þessum leikjum.

Þór/KA 0-7 Breiðablik

Þór/KA byrjaði leikinn ekki svo vel en þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar skoraði liðið sjálfsmark. Breiðablik lét það heldur betur ekki nægja sér. Á 19. mínútu skoraði Agla María Albertsdóttir úr víti og síðan skoraði hún aftur á 40. mínútu. Svanddís Jane Jónsdóttir skoraði síðan fjórða mark Blika á 41. mínútu.

Snemma í seinni hálfleik, eða á 50. mínútu, bætti Rakel Hönnudóttir við fimmta marki Blika og skömmu síðar skoraði Alexandra Jóhannsdóttir það sjötta. Einungis þremur mínútum eftir sjötta markið kom það sjötta og síðasta en það var Sveindís sem skoraði það mark. Lokaniðurstaðan 0-7 fyrir Breiðablik.

ÍBV 2-2 Fylkir

Karlina Miksone skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu og kom ÍBV þar með yfir. ÍBV var með forystu í hálfleik en snemma í seinni hálfleik náði Bryndís Arna Níelsdóttir að jafna metin fyrir Fylki. Þórdís Elva Ágústsdóttir náði síðan að koma Fylki yfir á 66. mínútu en á 73. mínútu náði Karlina að skora sitt annað mark og jafna metin fyrir ÍBV. Fleiri mörk voru ekki skoruð og endaði leikurinn því með 2-2 jafntefli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill ekki fara í janúar

Vill ekki fara í janúar
433Sport
Í gær

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mateta gæti komið eftir allt saman

Mateta gæti komið eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“
433Sport
Fyrir 2 dögum

U-beygja hjá leikmanni United

U-beygja hjá leikmanni United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta