fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Bandaríkjastjórn vísar erlendum námsmönnum úr landi – Hefur áhrif á íslenska námsmenn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 07:31

Widener bókasafn Harvard háskóla. EPA-EFE/CJ GUNTHER

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að vísa þeim erlendu námsmönnum sem eru í landinu og fá nú fjarkennslu úr landi í haust. Þetta er vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í tilkynningu frá innflytjendayfirvöldum, ICE, á mánudaginn kom fram að þeir námsmenn sem eru með F-1 eða M-1 dvalarleyfi missi það ef öll sú kennsla, sem þeir fá, fer fram í fjarkennslu.

Þeir verða þá að yfirgefa Bandaríkin eða skrá sig í skóla þar sem þeir geta sótt kennslustundir á hefðbundinn hátt. Þessar nýju reglur auka á þrýstinginn á skóla og háskóla um að taka upp hefðbundna kennslu á ný á sama tíma og smitum meðal ungs fólks fer fjölgandi. Margir skólar og háskólar, þar á meðal Harvard, hafa alfarið skipt yfir í fjarkennslu síðan heimsfaraldurinn skall á.

Donald Trump, forseti, er sagður krefjast þess að skólar og háskólar taki upp hefðbundna kennslu á nýjan leik eins fljótt og auðið er. Eftir að ICE kynnti þessar nýju reglur tísti hann að allir skólar verði að hefja hefðbundna kennslu í haust.

Reglurnar munu valda mörgum erlendum námsmönnum miklum vandræðum en margir þeirra eru fastir í Bandaríkjunum vegna heimsfaraldursins.

Í reglum ICE kemur fram að engar undantekningar verði gerðar á þeim og varðar þá engu þótt skólar neyðist til að taka upp fjarkennslu vegna faraldursins. Ekki kemur fram hvað verður gert í málum þeirra sem ekki komast heim vegna faraldursins.

Um 1.500 íslenskir námsmenn í Bandaríkjunum eru á skrá LÍN að því er kemur fram í frétt RÚV. Ákvörðun bandarískra stjórnvalda mun einnig hafa áhrif á þá og þeir neyðast til að halda heim á leið ef aðeins er boðið upp á fjarkennslu í skólum þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu