fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Myndbirtingin kostaði hann starfið – Knattspyrnustjarna játaði strax

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Craig Willis er búinn að missa vinnuna eftir að hafa birt umdeilda mynd á samskiptamiðlum.

Willis er harður stuðningsmaður Manchester United en hann hitti Riyad Mahrez, leikmann Manchester City, úti á götu.

Willis bað Mahrez um mynd af þeim saman og var vængmaðurinn ekki lengi að samþykkja þá beiðni.

Jarðvinnumaðurinn Willis braut hins vegar reglur með myndinni og hélt ekki fjarlægð eins og reglur segja til um í Bretlandi vegna COVID-19 en faraldurinn er afar skæður þar í landi.

Willis átti að halda sig í tveggja metra fjarlægð samkvæmt reglum sem snargleymdust við að rekast á Mahrez.

Willis tók myndina að eigin sögn fyrir vin sinn sem er stuðningsmaður City.

Degi seinna fékk Willis símtal þar sem honum var tjáð að það væri búið að segja honum upp.

Hér má sjá myndina umtöluðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar