fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Forseti Brasilíu telur að COVID-19 faraldurinn sé „lítil inflúensa“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 19:00

Jair Bolsonaro.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er ekki sannfærður um að COVID-19 faraldurinn sé mjög alvarlegur og segir að hér sé bara um „litla inflúensu“ að ræða. Hann vill ekki grípa til harðra aðgerða til að reyna að halda aftur af útbreiðslu veirunnar sem nú þegar hefur orðið 34 að bana í Brasilíu. Hann segir að fólk muni fljótlega átta sig á að þeir ríkisstjórar í Brasilíu, sem hafa gripið til harðra ráðstafana vegna faraldursins, og flestir fjölmiðlar hafi blekkt það.

Vikum saman hefur Bolsonaro, sem er hægrisinnaður popúlisti, vísað því algjörlega á bug að Brasilíu stafi ógn af faraldrinum. Fyrir tveimur vikum sagði hann faraldurinn vera „ímyndun“. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Í viðtali við brasilísku útvarpsstöðina R7 sagði hann að fjölmiðlar reyni að blekkja fólk til að halda að faraldurinn sé hættulegri en hann er í raun og veru.

Faraldurinn breiðist nú út í Suður-Ameríku og hafa Brasilíumenn lokað landamærum að öllum nágrannaríkjum sínum nema Úrúgvæ fram að páskum. Bolsonaro hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hvernig hann hefur tekið á faraldrinum til þessa.

Kjósendur hafa ekki verið eins óánægðir með hann og þeir eru nú síðan hann tók við embætti í janúar á síðasta ári. Aðeins 34 prósent aðspurðra segjast ánægðir með störf hans samkvæmt tölum frá Datafolha.

Bolsonaro hefur stundum verið sagður vera Donald Trump Latnesku-Ameríku. Hann er þjóðernissinni, efast um að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu að eiga sér stað og er andvígur alþjóðavæðingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hera úr leik
Pressan
Í gær

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða