fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Viktor fékk ljót skilaboð: „Djöfulsins ógeð ertu maður/kona/hlutur“ – Sjáðu hverju hann svaraði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 14:00

Viktor Andersen. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir landsmenn kannast við Viktor Andersen. Hann hefur verið mjög opinskár varðandi þær fegrunaraðgerðir sem hann hefur gengist undir. Hann ræddi um fegrunaraðgerðir ásamt Öldu Coco í Föstudagsþættinum Fókus í mars í fyrra.

Viktor fær reglulega ljót skilaboð um útlit sitt. Hann opnaði sig um það í viðtali við DV í september í fyrra. Þar sagði hann skilaboðin mest koma frá öðrum samkynhneigðum karlmönnum á stefnumótaforritinu Grindr. Hann sagðist ekki ætla að láta neikvæðu skilaboðin hafa áhrif á sig.

„Ég ætla bara að halda áfram að vera samkvæmur sjálfum mér og ber höfuðið hátt á þeirri leið sem mig langar að fara og geri það sem ég vil. Skítt með alla aðra,“ sagði Viktor.

„Ég veit bara ekki af hverju sumir gefa sér þetta skotleyfi og eru að koma með einhver óþarfa komment. Maður gerir þetta fyrir sig. Mér finnst ótrúlega fyndið að fólki finnist það vera knúið til að segja eitthvað. Það er ekki eins og þetta sé að hafa bein áhrif á þau eða einhverja aðra.“

Viktor svarar fyrir sig

Viktor heldur áfram að fylgja þessari heimspeki. Maður skrifaði ljót ummæli við mynd af honum á Instagram og Viktor svaraði honum á skemmtilegan máta. Hann vakti síðan athygli á málinu í Instagram Story og hefur greinilega sjálfur gaman af málinu.

„Djöfulsins ógeð ertu maður/kona/Thing. Maður fær æluna upp í háls við það að sjá þessa viðurstyggð,“ skrifaði maðurinn.

Viktor svaraði þá: „I know right? Ég verð líka veikur við að horfa á þessa fegurð.“

„Ég hef þurft að þola ýmisleg komment í gegnum tíðina og það þarf meira en þetta til að koma mér úr jafnvægi,“ sagði Viktor um ljótu skilaboðin.

„Maður þarf bara að svara fyrir sig fullum hálsi og þá oftast þaggar maður niður í öðrum. Það þýðir ekkert annað. Maður verður að berjast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“