fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Óttast lyfjaskort vegna kórónaveirunnar – Kína er apótek heimsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 19:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópskir heilbrigðisráðherrar vara við hættu á lyfjaskorti vegna kórónaveirunnar sem herjar á heimsbyggðina þessa dagana, þó aðallega Kína enn sem komið er. Ráðherrarnir funduðu í síðustu viku um ástandið. Þeir eru sammála um að nauðsynlegt sé að samhæfa vinnu við að útvega nauðsynleg lyf og hlífðarfatnað.

Óttast er að dregið geti úr lyfjaframleiðslu í Kína eða að Kínverjar fari að nota meira af lyfjunum innanland. Segja má að Kína sé að vissu leyti apótek heimsbyggðarinnar því stór hluti af þeim lyfjum, sem notuð eru í Evrópu, eiga rætur að rekja til Kína. Stór hluti af lyfjaframleiðslu á Vesturlöndum hefur verið fluttur til láglaunalanda á borð við Kína og Indlands. Kínverjar hafa kallað sjálfa sig „Apótek heimsins“ en stór hluti þeirra hráefna, sem notuð eru við lyfjaframleiðslu á Indlandi, koma frá Kína.

Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, hvetur Evrópuríki til að vinna saman að innkaupum á lyfum og öðru tengdu heilbrigðiskerfinu. Í fréttatilkynningu frá frönskum heilbrigðisyfirvöldum segir að 80% af þeim efnum, sem eru notuð í evrópsk lyf, séu framleidd utan Evrópu, aðallega í Asíu. Það sé mikilvægt fyrir lýðheilsu að tryggja lyfjaframleiðslu í Frakklandi og Evrópu.

Þýsk heilbrigðisyfirvöld hafa einnig áhyggjur af stöðu mála en Þjóðverjar eru mjög háðir innkaupum á hráefnum frá Kína. Enn sem komið er hafa engin vandamál komið upp en samkvæmt frétt Der Spiegel telja sérfræðingar hugsanlegt að fljótlega geti orðið erfitt að fá nauðsynleg efni frá Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Í gær

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm