fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. maí 2024 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóri, hefur birt langan pistil á Facebook-síðu sinni, þar sem hann svarar umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur í Kastljósi um lóðasamninga borgarinnar við olíufélögin.

Dagur fer ítarlega yfir málið en staðnæmist sérstaklega við innslag sem sýnir samtal hans og Sigrúnar í fundarherbergi í ráðhúsinu. Þar tókust þau meðal annars á um þann punkt hvort fulltrúum minnihlutans, sem greiddu ekki atkvæði gegn því að þessi samningar yrðu gerðir árið 2019, hefði mátt vera ljóst að samningarnir myndu fela í sér endurgjaldslausan byggingarrétt. Svo virðist í þættinum sem Dagur finni fullyrðingum sínum ekki stað í þeim gögnum sem María bar undir hann. Dagur sendi henni hins vegar tölvupóst þar sem hann tilgreinir nákvæmlega hvar það kemur fram í gögnum málsins að í endurnýjun lóðasamninganna felist að olíufélögin muni einungis greiða gatnagerðargjöld en ekki greiða sérstaklega fyrir byggingarrétt. Orðrétt segir Dagur í pistli sínum:

„Þarna kom svo þetta furðulega augnablik þegar María Sigrún fullyrti að það kæmi hvergi fram í gögnum borgarráðs í upphafi málsins að lóðahafar myndu geta byggt íbúðir á lóðunum þá forsendu að ekki þyrfti að borga viðbótarbyggingarréttargjald ef unnið yrði að skipulagi og teikningum fyrir íbúðir á bensínstöðvareitunum innan þriggja ára. Ég mótmælti því og sagði það sannarlega hafa verið skýrt og að það hefði öllum verið ljóst, líka fulltrúum minnihlutans í borgarráði sem greiddu þessari aðferðarfræði atkvæði sitt. María Sigrún sagði að þau væru á öðru máli. Ég svaraði eitthvað á þá leið að það væri ekki heil brú í því og það væri eitthvað sem sagt væri eftir á. „Samþykkt borgarráðs er alveg skýr hvað þetta varðar og öll gögn.“ María Sigrún rengir þetta og spyr mig: „Hvar sérðu það?“ Ég færi mig að henni í viðtalinu og við blöðum í gögnunum og ég bendi henni meðal annars á staðinn þar sem þetta stendur. Hún segir hins vegar eitthvað á þá leið: „Af hverju stendur það ekki? Þeim fannst þetta ekki skýrt.“

Mér fannst svo sem ekkert óeðlilegt að María Sigrún kynni ekki skil á öllu í þessum fimm ára gömlu gögnum borgarráðs og gaf mér að hún myndi nota tímann eftir viðtalið og fara yfir þetta. Mér fannst hins vegar fráleitt að hún myndi nota þetta myndbrot eftir að hún legðist yfir gögnin. Ég fékk þó einhverja skrýtna tilfinningu með þetta allt saman og settist því strax niður eftir viðtalið og sendi henni tölvupóst þar sem ég klippti inn setningarnar sem hún sagðist ekki sjá og sagði að minnihlutinn vildi ekki kannast við. Ég læt skjáskot af póstinum fylgja með.

Ég átti bágt með að trúa framsetningu Maríu Sigrúnar og Kastljóss hvað þetta varðar þegar það loks birtist á mánudaginn. María Sigrún gerði ekki aðeins þessa senu þar sem við blöðum í gögnunum að einu meginatriði umfjöllunarinnar. Hún lét jafnframt hanga alveg í lausu loft hvort ég hafi verið að benda eitthvað út í bláinn og birti alls ekki kaflann úr samningsmarkmiðum og erindisbréfi samninganefndarinnar sem er kýrskírt og við vorum með fyrir framan okkur og var sönnun þess að viðmælendur hennar: Eyþór Arnalds, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir voru ekki að fara rétt með þegar þau könnuðust ekki við að þau hefðu samþykkt þetta svona. Sömu sögu hefur reyndar verið að segja af Hildi Björnsdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur sem einnig sátu fundinn.“

Dagur segir að María Sigrún hafi haft í höndunum öll gögn sem sönnuðu að minnihlutinn í borgarstjórn hefði samþykkt aðferðafræði og upplegg samninganna við olíufélögin árið 2019. Pistilinn í heild má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað