fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. maí 2024 12:00

Walker Annie Kilner

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum á Englandi er Kyle Walker varnarmaður Manchester City að skoða þann kost að fara til Sádí Arabíu í sumar.

Þessi 33 ára gamli bakvörður hefurt átt í vandræðum í einkalífinu og vill fara með fjölskyldu sína á stað þar sem þau fá frið frá öllu áreiti.

Þannig segja ensk blöð að Mahrez hafi átt í samskiptum við Riyad Mahrez fyrrum samherja sinn hjá City, hann fór til Sádí síðasta sumar og líkar vel.

Walker hefur átt í tómum vandræðum með einkalífið en hann og eiginkona hans Annie Kilner eignuðust sitt fjórða barn á dögunum.

Walker hafði verið sparkað út heima hjá sér skömmu fyrir það eftir að Kilner komst að því að hann ætti orðið tvö börn með hjákonu sinni, Lauryn Goodman.

Kilner vissi af fyrra barninu og hafði fyrirgefið það en Goodman lét hana vita að Walker ætti hitt barnið líka. Reyna þau nú að bjarga hjónabandi sínu en Goodman er dugleg að láta vita af sér.

Er því Walker að skoða það að fara til Sádí Arabíu en fjöldi liða þar í landi myndi vilja klófesta hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433FókusSport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool, Arsenal eða United? – Þetta eru liðin sem forsetaframbjóðendurnir halda með í enska og íslenska boltanum

Liverpool, Arsenal eða United? – Þetta eru liðin sem forsetaframbjóðendurnir halda með í enska og íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lofsyngur Gylfa og nefnir sérstaklega þessa frammistöðu – „Ekki er hann að elta aurinn“

Lofsyngur Gylfa og nefnir sérstaklega þessa frammistöðu – „Ekki er hann að elta aurinn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Af hverju var hann valinn í landsliðið? – ,,Engill og öllum líkar við hann“

Af hverju var hann valinn í landsliðið? – ,,Engill og öllum líkar við hann“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Palmer hafði betur gegn Saka og Haaland

Palmer hafði betur gegn Saka og Haaland
433Sport
Í gær

„Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera að þjálfa á góðum launum í Köben en að vera aðstoðarþjálfari hér“

„Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera að þjálfa á góðum launum í Köben en að vera aðstoðarþjálfari hér“
433Sport
Í gær

Þýskaland: Leverkusen tapaði ekki einum leik – Hrun hjá Bayern

Þýskaland: Leverkusen tapaði ekki einum leik – Hrun hjá Bayern