fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

„Sit ekki við hliðina á kórónaveiru“ – Auknir kynþáttafordómar í garð Asíubúa

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. febrúar 2020 06:00

Íslendingar, sem staddir eru erlendis, vilja fylgjast vel með gangi mála.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Asískt fólk segir að það hafi færst mjög í aukana að það finni fyrir kynþáttaníði í sinn garð eftir að kórónaveiran, sem er kennd við Wuhan í Kína, braust út. Sömu sögu er að segja frá nokkrum öðrum löndum.

Sky skýrir frá þessu. Segir miðillinn meðal annars að MiMiAy, sem er Lundúnabúi af asískum ættum, hafi birt myndir, sem hún tók í neðanjarðarlest, sem sýna að farþegar kusu frekar að standa en að sitja við hliðina á henni.

„Ég tók eftir að enginn hafði sest við hliðina á mér og ég hugsaði „Ó, það er skrýtið.“ . . . Ég ákvað að taka myndir af tómu sætunum við hlið mér. Fólk, sem var nálægt mér, virtist líða illa og vildi ekki horfast í augu við mig.“

Hún segist telja að þessi viðbrögð fólks megi rekja til „heimsku og ótta“ frekar en rasisma.

Fleiri hafa skýrt frá svipuðum upplifunum.

„Elskarðu ekki bara að sjá mann setjast í tóma sætið við hliðina á þér í neðanjarðarlestinni og standa strax upp og umla „errr, sit ekki við hliðina á kórónaveiru“.“

Skrifaði Angela Hui á Twitter um upplifun sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari