fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Missti andlitið þegar hann sá hvað leyndist inni í veggnum

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 12. desember 2019 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðyrkjumaður sem starfar á Ricci Oddi-nútímalistasafninu í Piacenza á Ítalíu trúði vart sínum eigin augum þegar hann var að hreinsa bergfléttu af húsvegg við listasafnið á dögunum.

Maðurinn rak augun í stálklæðningu á veggnum sem lét svo sem ekki mikið yfir sér. En þegar hann opnaði klæðninguna sá hann poka í litlu rými inni í veggnum. Þegar pokinn var opnaður kom í ljós málverk sem talið er að hafi horfið á dularfullan hátt fyrir 23 árum – málverk sem er frekar dýrmætt.

Verkið sem um ræðir, Portrait of a Lady, er eftir austurríska listamanninn Gustav Klimt. Klimt fæddist árið 1862 og lést árið 1918 og er í hópi þekktustu listmálara Austurríkis þótt víðar væri leitað. Um er að ræða afar verðmætt listaverk en það er metið á rúma átta milljarða króna.

Verkið hvarf á dularfullan hátt árið 1997, eða um það leyti sem endurbætur stóðu yfir á listasafninu í Piacenza. Lögregla telur að þjófar hafi tekið verkið og komið því fyrir inni í veggnum. Er talið líklegt að þeir hafi ætlað að ná í verkið þegar fjölmiðlaumfjöllun um málið myndi minnka.

Rannsókn á verkinu stendur nú yfir og miðar hún meðal annars að því að sannreyna hvort um sama verk sé að ræða og hvarf eða hvort um endurgerð sé að ræða. Massimo Ferrari, stjórnandi safnsins, er sannfærður um að hið eina sanna verk sé loksins fundið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið