fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Áströlsk yfirvöld rannsaka tilraunir Kínverja til að lauma njósnara inn á þingið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 20:17

Frá Melbourne í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk yfirvöld rannsaka nú hvort Kínverjar hafi reynt að lauma njósnara inn á þing landsins. Ástralska leyniþjónustan, ASIO, staðfesti þetta í fréttatilkynningu. Hún var send út í kjölfar sýningar fréttaskýringaþáttarins „60 Minutes“ þar sem fjallað var um málið. Fram kom að kínversk njósnastofnun hafi boðið kínversk-áströlskum manni eina milljón ástralskra dollara fyrir að bjóða sig fram til þings.

Umræddur maður hét Bo „Nick“ Zhao og var bílasali í Melbourne. Í fréttatilkynningu ASIO segir að leyniþjónustan taki upplýsingarnar, sem komu fram í þættinum, mjög alvarlega og að leyniþjónustan hafi vitað af þessu áður en fjallað var um þetta í þættinum og vinni hörðum höndum að rannsókn málsins.

Scott Morrison, forsætisráðherra, segir málið vekja miklar áhyggjur og ótta.

Í þættinum var haft eftir heimildamönnum innan leyniþjónustunnar að Zhao hafi verið boðin fyrrgreind upphæð og hafi annar kaupsýslumaður í Melbourne haft milligöngu um tilboðið. Zhao fannst látinn á hótelherbergi í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Í gær

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm