Halldór Kristmannsson gerir það gott
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen
2.142.858 kr. á mánuði
Halldór Kristmannsson er framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Alvogen. Halldór býr ásamt fjölskyldu sinni í 930 fermetra einbýlishúsi við Sunnuflöt í Garðabæ. Áður starfaði Halldór, til að mynda, fyrir FL Group og Eimskip. Þá gerði hann garðinn frægan með ÍR og Breiðabliki í körfubolta skömmu fyrir og eftir aldamótin. Frá árinu 2015 hefur The Color Run-hlaupið verið í boði Alvogen. Uppselt hefur verið í öll hlaupin og ætti Alvogen því að vera einstaklega sátt við framtakið. Þá var hlaupið stækkað í ár en litahlaupið var einnig haldið á Akureyri. Styrktarsjóður The Color Run og Alvogen styrkir góð málefni.
Mánaðarlaun Halldórs á síðasta ári voru rúmlega 2,1 milljón króna.