fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. október 2019 05:55

Peggy og Billie. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1944 hittust Peggy Harris og Billie Harris í fyrsta sinn. Þau voru bæði frá Texas í Bandaríkjunum. Billie var flugmaður og féll Peggy kylliflöt fyrir honum. Þau urðu strax ástfangin og gengu fljótlega í hjónaband og hlökkuðu til að eiga langt líf framundan og eignast börn. En margt fer öðruvísi en ætlað er og það á við í sögu Peggy.

Unga parið vissi ekki að framtíðaráætlanir þeirra og draumar myndu ekki verða að neinu. Aðeins sex vikum eftir að þau gengu í hjónaband var Billie sendur til Evrópu en þar stóð síðari heimsstyrjöldin sem hæst. Peggy varð eftir, einmana og hrædd, en sætti sig við að Billie yrði að gera skyldu sína sem orustuflugmaður.

Fljótlega hætti Peggy að ná sambandi við Billie og óttaðist hið versta. Við tóku margar svefnlausar nætur. Dagar urðu að vikum, vikur að mánuðum og ekkert heyrðist frá Billie. Peggy náði ekki sambandi við hann og herinn gat ekki sagt henni neitt. Að lokum lauk stríðinu en Peggy vissi ekki enn hvort Billie væri lífs eða liðinn.

Hún reyndi að halda áfram að lifa lífinu en hélt samt sem áður fast í drauminn um að Billie myndi dag einn knýja dyra og hrópa: „Elskan, ég er kominn heim!“

En það gerðist ekki og árin liðu og sorg og áhyggjur settu mark sitt á líf Peggy. Hún vissi ekki hvort Billie væri dáinn eða hefði yfirgefið hana. Hún vildi ekki finna sér nýjan mann því Billie var stóra ástin í lífi hennar og þrátt fyrir að hann væri líklega dáinn fannst henni ekki rétt að giftast á nýjan leik án þess að vita það með fullri vissu. En með tímanum fór hún þó að láta undan sjálfri sér og sætta sig við að Billie væri dáinn.

Billie barðist gegn Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni. Hér sjást þýskir hermenn á gangi.

Þegar 70 ár voru liðin frá hvarfi hans ákvað fjölskylda hans að nú skyldi reynt að komast til botns í málinu. Nú skyldu fást svör við hvað varð um Billie. Fjölskyldan hafði samband við Bandaríkjaher og fékk á endanum aðgang að skjölum varðandi Billie. Í þeim kom fram að hann hafði látist í stríðinu og kom það svo sem ekki á óvart. En kringumstæðurnar voru þannig að fjölskyldan varð að gera svolítið.

Fram kom að Billie hefði látist 1944 þegar flugvél hans var skotin niður yfir Normandí í Frakklandi. Vélin hrapaði til jarðar við bæinn Les Ventes. Vitni skýrðu frá því að Billie hefði á síðustu stundu náð að rétta vélina af og hafi þannig komið í veg fyrir að hún lenti á íbúðarhverfi. Hann hafði unnið hetjudáð á síðustu andartökum lífsins.

Sorg helltist yfir Peggy þegar hún heyrði þetta en um leið var henni létt yfir að vita loks sannleikann. Hún keypti sér strax flugmiða til Frakklands þar sem hún ætlaði að fara að gröf Billie.

Trúði ekki eigin augum

Þegar Peggy kom til Les Ventes trúði hún ekki eigin augum. Þar hafði Billie verið hylltur sem stríðshetja alla þessa áratugi og gata í bænum hafði meira að segja verið nefnd eftir honum.

Auk þess minntust bæjarbúar Billie þrisvar á ári, hugrakkrar bandarískrar hetjur sem hafði fært stærstu fórnina til að frelsa Frakkland úr heljargreipum nasista.

Gata er nefnd eftir Billie. Skjáskot/YouTube

Í ferðinni hitti Peggy 91 árs gamlan heimamann sem sá þegar flugvél Billie hrapaði og sagði hann henni frá atburðarásinni með eigin orðum. Hann var í fyrsta hópnum sem kom að flugvélinni og tók lík Billie úr henni og sá um að hann væri jarðsettur á viðeigandi hátt.

Allar götur síðan hafa íbúar Les Ventes komið saman við gröf Billie til að heiðra minningu hans og það þrátt fyrir að líkamsleifar hans hafi fyrir löngu síðan verið fluttar í hermannakirkjugarð í Normandí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin