fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Pressan

Hér má ekki lengur viðra hundinn sinn

Pressan
Mánudaginn 16. júní 2025 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundar eru óhreinir og ef fólk er með hund heima hjá sér, þá er það merki um óviðeigandi menningaráhrif frá Vesturlöndum.

Þetta er mat írönsku klerkastjórnarinnar sem bannaði nýlega samlöndum sínum að fara út að ganga með hunda. Það hefur í raun verið bannað í Teheran síðan 2019 en banninu hefur ekki verið framfylgt af neinni hörku. En nú segja yfirvöld að byrjað verði að framfylgja banninu í höfuðborginni og víðar og að hart verði tekið á þeim sem gerast brotlegir við banninu.

Einnig er bannað að vera með hunda í bílum. Saksóknarar segja að hundar á almannafæri séu ógn við lýðheilsu.

Klerkastjórnin lítur á vinnuhunda á borð við varðhunda eða fjárhunda sem ásættanlega en hundar, sem fólk heldur sér eingöngu til ánægju og yndisauka, telur hún allt annað en ásættanlega og séu óviðeigandi vestrænt fyrirbæri því Vesturlönd séu siðlaus og spillt.

Hundar eru flokkaðir sem óhreinir í Íslamstrú og Ali Khamenei, æðsti trúarleiðtogi þjóðarinnar, segir að það sé „óásættanlegt“ að fólk eigi hunda. Hann segir að slef og hundahár séu óhrein og mengi allt sem þau komist í snertingu við. „Hundahár ógilda bænina,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 1 viku

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“
Pressan
Fyrir 1 viku

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu