fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Fór í fyrstu heimsóknina til tengdaforeldranna – Eiginmaðurinn hafði gleymt að segja henni frá einu mikilvægu

Pressan
Sunnudaginn 15. júní 2025 15:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir eiga í frábæru sambandi við tengdaforeldra sína, samband annarra við þá er minna gott og hjá enn öðrum er það bara hræðilegt. En slík sambönd geta einnig verið vandræðaleg og það má líklegast flokka það sem fjallað er um hér undir vandræðalegt samband við tengdaforeldrana.

Kona ein birti færslu á Reddit þar sem hún skýrði frá málinu sem er hið undarlegasta. Konan segir að hún hafi farið með eiginmanninum heim til foreldra hans í fyrsta sinn en hún hafði aldrei áður komið í bæinn sem þau bjuggu í.

„Þetta var í fyrsta sinn sem ég gisti hjá þeim. Allt gekk vel þar til ég komst að því að tengdafaðir minn er striplingur. Hann var nakinn að horfa á sjónvarpið þegar ég kom heim með eiginmanni mínum.“

Eiginmaður hennar hafði aldrei sagt henni frá þessu áhugamáli eða hvöt föður síns. Konan lýsir síðan áframhaldandi hremmingum sínum:

„Toppurinn á ísjakanum var síðan að þegar hann var búinn í sturtu gekk hann bara nakinn um húsið inn í þvottahús. Hann var ekki einu sinni með handklæði. Ég sagði manninum mínum að mér þætti mjög óviðeigandi.“

En viðbrögð eiginmannsins voru henni ekki að skapi því hann sagði að hegðun föðursins væri „mjög venjuleg“.

„Ég sagði tengdaföður mínum að mér þætti það virðingarleysi að hann gæti ekki verið í fötum innan um aðra. Þetta endaði með deilum þar sem hann sagði í sífellu að þetta væri húsið hans og hann gæti gert það sem hann vildi þar. Ég sagði nóg komið og fór á hótel og flaug síðan heim. Maðurinn minn sagði að ég væri að bregðast of harkalega við og studdi mig ekki.“

Þá er spurningin hvað hefðir þú gert ef þú hefðir verið í stöðu þessarar konu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið