fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Harmleikur í Airbnb-íbúð – „Þá væru dóttir mín og barnabarn enn á lífi“

Pressan
Þriðjudaginn 17. júní 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aldrei of oft minnst á mikilvægi þess að hafa reykskynjara sem virka á hverju einasta heimili og helst í öllum rýmum þar sem raftæki eru.

Helgarferð ungrar fjölskyldu fyrir skemmstu breyttist í sannkallaða martröð þegar eldur kom upp í Airbnb-íbúð sem fjölskyldan leigði.

Grunnskólakennarinn Shannon Hubbard, eiginmaður hennar John og tvö ung börn þeirra, Jack and Maggie, fóru frá Cape Cod til Salt Point í New York í október á síðasta ári til að heimsækja foreldra Shannon, hjónin Tim og Nancy Waldron, sem voru að fagna brúðkaupsafmæli.

Þetta átti að vera hið fullkomna frí og voru Tim og Nancy að sjá Maggie í fyrsta sinn sem nýlega varð eins árs.

Þau bókuðu sér íbúð í nágrenni við heimili þeirra í gegnum Airbnb en þann 12. október dundi ógæfan yfir. Þegar Shannon og John voru búin að koma börnunum í háttinn skelltu þau sér í heita pottinn fyrir utan húsið. En á meðan þau nutu þess að slaka á kviknaði eldur í stofu hússins og þar sem enginn reykskynjari var í húsinu urðu þau einskis vör fyrr en of seint.

Þegar þau sáu að húsið væri fullt af reyk flýttu þau sér inn til að koma Jack og Maggie til bjargar. John náði í Jack og tókst þeim að koma sér út en Shannon og Maggie tókst það ekki og fundust þau látin í húsinu þegar slökkvilið bar að garði.

Faðir Shannon, Tim, segir í viðtali við Daily Mail að hann sé enn að reyna að átta sig á þessum harmleik níu mánuðum eftir að hann átti sér stað. „Ef það hefði verið reykskynjari í þessu húsi þá væru dóttir mín og barnabarn enn á lífi í dag. Þau hefðu heyrt í honum og farið inn, náð í krakkana og komið sér út,“ segir hann.

Talið er að eldurinn hafi kviknað í arni í stofunni og var hann fljótur að dreifa sér um húsið sem að mestu var byggt úr timbri. Húsið hafði nýlega farið í gegnum miklar endurbætur og voru engir reykskynjarar komnir þegar eldurinn kviknaði, þó að auglýsingin á Airbnb hafi gefið það til kynna.

„Þau höfðu eytt milljónum í að gera húsið upp og það voru þrjú slökkvitæki í húsinu og fimm brunateppi, allt til að verja húsið,“ segir Tim.

Fimm mánuðum eftir eldsvoðann voru eigendur Airbnb-hússins, hjónin Dennis Darcy og Meredith Darcy, ákærð fyrir manndráp af annarri gráðu. Það gerðist í kjölfar rannsóknar lögreglu á málinu. Hjónin neita sök og ganga þau laus þessa dagana gegn tryggingu.

„Þessi tvö dauðsföll eru sorgleg áminning um það hversu stóru hlutverki reykskynjarar gegna í að koma í veg fyrir skelfileg dauðsföll,“ segir Tim Waldron.

Hann berst nú fyrir því að húseigendur þurfi að sýna fram á eignir þeirra standist allar reglugerðir varðandi brunavarnir áður en þeir geta leigt þær út á síðum eins og Airbnb.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið