fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

Þess vegna muna sumir drauma sína betur en aðrir

Pressan
Þriðjudaginn 17. júní 2025 21:30

Ætli hann muni draumana sína? Mynd:iStock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir þekkja örugglega einhvern sem getur alltaf sagt frá draumum sínum í smáatriðum, allt frá undarlegum atburðum til frægs fólks sem birtist skyndilega í draumi. En hjá mörgum eru draumarnir oft ansi þokukenndir og minningin um þá hverfur fljótlega eftir að fólk vaknar.

Ítalskir vísindamenn telja sig hafa fundið skýringu á af hverju sumir eiga auðveldara en aðrir með að muna drauma sína.

Ítölsku vísindamennirnir, undir forystu Giulio Bernardi, segja að hæfileikinn til að muna drauma sé ekki tilviljanakenndur, hann tengist persónubundnum einkennum og utanaðkomandi þáttum.

Bernardi sagði að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til að það að muna drauma sé ekki bara spurning um heppni, heldur endurspegli þetta samspil persónulegra skoðana, hugrænna eiginleika og svefns.

200 manns tóku þátt í rannsókninni og tóku próf, svöruðu spurningum um áhuga á draumum og skráðu drauma sína í 15 daga. Fólkið var einnig með tæki sem skráði svefngæðin og svefntruflanir.

Vísindamennirnir fundu fimm lykilþætti sem auka líkurnar á að fólk muni drauma sína.

Þeir eru:

Jákvæð afstaða til drauma  – Fólk sem hefur áhuga á draumum og leggur merkingu í þá, er líklegra til að muna þá.

Tilhneiging til að láta hugann reika – Fólk, sem dagdreymir oft eða er með mikið ímyndunarafl, á auðveldara með að muna drauma.

Meiri léttur svefn – Þeim mun lengur sem manneskja sefur léttum svefni, þeim mun meiri eru líkurnar á að hún muni drauma sína.

Hlýtt umhverfi – Fólk á auðveldara með að muna drauma sína þegar hlýtt er í veðri og þessi geta minnkar á veturna.

Ungt fólk – Ungt fólk á auðveldara með að muna drauma sína en eldra fólk hefur oft á tilfinningunni að hafa dreymt en skortir beina minningu um það. Þetta fyrirbæri er kallað „hvítir draumar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum