fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Svakaleg ný kenning um örlög Madeleine McCann

Pressan
Mánudaginn 16. júní 2025 03:38

Síðasta myndin sem tekin var af Maddie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný og ótrúleg kenning um örlög Madeleine McCann hefur farið ansi mikinn að undanförnu. Hún byggist á frásögn breskrar konu sem sneri sér til portúgölsku lögreglunnar og viðraði grunsemdir sínar.

Þetta kemur fram í portúgalska dagblaðinu Correie da Manha. Þar segir að konan hafi leitað til lögreglunnar 2018 og sagt að bróðir hennar og þýsk eiginkona hans hefðu hugsanlega verið viðriðin hvarf Madeleine en hún hvarf á dularfullan hátt úr sumarleyfisíbúð í Algarve í Portúgal fyrir rúmum 18 árum.

Miðað við frásögn bresku konunnar, þá ók þýska mágkona hennar húsbíl þeirra hjóna kvöldið sem Madeleine hvarf. Var hún undir áhrifum áfengis. Sagði konan að mágkona hennar hefði ekið á Madeleine. Hún hafi fyllst örvæntingu og tekið Madeleine upp í bílinn og ekið á brott. Eru hjónin síðan sögð hafa losað sig við lík hennar.

Þetta sagði konan fyrir sjö árum en Correie de Manha segir að eitt og annað sem hefur gerst síðan þá geti stutt þessa frásögn hennar. Meðal annars var þýska konan á kaffihúsi nærri hótelinu sem McCann-fjölskyldan dvaldi á þegar Madeleine hvarf.

Það vekur einnig athygli að nágranni hjónanna skýrði lögreglunni eitt sinn frá því að hann hefði heyrt manninn hrópa á eiginkonu sína daginn eftir að Madeleine hvarf og hafi hann hrópað: „Af hverju tókstu hana með?“

Nágranninn sagði einnig að hjónin hafi verið áfengissjúklingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið