fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Pressan

Hefja vinnu við uppgröft og vonast til að bera kennsl á lík allt að 800 barna

Pressan
Þriðjudaginn 17. júní 2025 08:00

Tuam í dag. Mynd/Daily Beast

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinna við uppgröft á lóð Tuam-heimilisins á Írlandi hófst í gær en talið er að þar séu að finna líkamsleifar allt að 800 barna. Heimilið var rekið af kaþólskum nunnum fyrir stúlkur og ungar konur sem voru ógiftar og barnshafandi.

Talið er að börnin sem um ræðir hafi látist á árunum 1925 til 1961 en það ár var heimilinu lokað. Var líkum margra barna hent í gamlan skólptank eða rotþró sem fékk viðurnefnið „gryfjan“ á meðan önnur voru grafin í ómerktum gröfum á lóð heimilisins.

Í frétt Sky News er rætt við sagnfræðinginn Cahterine Corless en segja má að það sé þrjósku hennar að þakka að málið komst í hámæli. Hún rannsakaði málið og skoðaði meðal annars fæðingar- og dánarvottorð þeirra barna sem dvöldu á heimilinu.

Á dánarvottorðunum kom fram að ýmsir sjúkdómar, ónóg gæsla og umönnun barnanna drógu þau til dauða, auk vannæringar. Þá sá hún að aðeins tvö af þessum börnum höfðu verið jarðsett í kirkjugarðinum í Tuam en engar upplýsingar lágu fyrir um hvað varð um öll hin tæplega 800 börnin sem létust á þessum árum.

Sjá einnig: Hneykslið um horfnu börnin á Írlandi

„Ég finn fyrir létti,“ sagði Catherine í samtali við Sky News í vikunni þegar hún var spurð út í málið og hvernig henni líður nú þegar byrjað er að grafa á svæðinu. „Þetta hefur verið löng, mjög löng vegferð,“ segir hún.

Catherine Corless, sagnfræðingur í Tuam. Mynd/PA

Afhjúpanir Catherine vörpuðu ljósi á mikil ítök kaþólsku kirkjunnar á Írlandi á 20. öldinni og hvernig viðhorfið var til barna sem fæddust utan hjónabands og kvennanna sem fæddu þær.

Talið er að uppgröfturinn á svæðinu geti tekið allt að tvö ár og er markmiðið að reyna að bera kennsl á sem flestar líkamsleifar með DNA-prófunum. Þá verður séð til þess að líkamsleifum þeirra barna sem þarna létust verði komið fyrir á virðulegum grafarstað.

Í umfjöllun Sky News kemur fram að þetta veiti von fyrir fólk eins og Annette McKay sem nú er búsett í Manchester. Móðir hennar, Margaret „Maggie“ O‘Connor eignaðist stúlku á heimilinu í Tuam árið 1942 eftir að hafa verið nauðgað þegar hún var sautján ára.

Stúlkan, sem fékk nafnið Mary Margaret, lést aðeins sex mánaða gömul. Annette rifjar upp að móðir hennar, sem nú er látin, hafi sagt henni frá því þegar nunna nálgaðist hana þegar hún var úti að hengja upp þvott. Sagði nunnan við móður hennar að „barn syndar hennar” væri látið.

Annette vonast nú til að líkamsleifar litlu systur hennar verði grafnar upp í Tuam og lagðar til hvílu með móður hennar, Maggie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 1 viku

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“
Pressan
Fyrir 1 viku

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu