fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Pressan

Of lítill svefn fær þig kannski til að borða meira af kökum

Pressan
Þriðjudaginn 17. júní 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Of lítill svefn getur líklega valdið því að óhollar matvörur verða enn meira freistandi. Nú telja vísindamenn sig vita af hverju. Of lítill svefn hefur áhrif á sömu heilastöðvar og maríjúana en það er einnig þekkt fyrir að auka löngun fólks í sætindi.

Science Magazine skýrir frá þessu. Fram kemur að Thorsten Kahnt, taugasérfræðingur við Northwestern læknaskólann í Chicago, hafi reynt að finna út hvort svefnskortur valdi því að fólk finni fyrir löngun í sætindi. Rannsóknarteymi hans fékk 25 heilbrigðar manneskjur til að taka þátt í rannsókninni. Hún fór fram á tveimur nóttum með fjögurra vikna millibili. Þá áttu þátttakendurnir að sofa í annað hvort fjóra eða átta tíma. Eftir fjórar vikur var dæminu snúið við og þeir sem höfðu sofið í fjóra tíma í fyrra skiptið sváfu í átta og öfugt.

Blóðprufur voru teknar úr fólkinu og heilalínurit þegar það vaknaði. Því næst var fólkið sett fyrir fram hlaðborð sem það mátti borða af að vild.

Fólkið, sem svaf of lítið, sagðist ekki vera svengra en hinir þegar það var sett fyrir framan hlaðborðið. Hóparnir borðuðu að jafnaði jafn margar hitaeiningar en þeir svefnlitlu völdu óhollari mat en hinir.

Á grunni tilraunarinnar komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að svefnskortur hafi líklega áhrif á löngun fólks í sætan mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 1 viku

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“
Pressan
Fyrir 1 viku

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu