fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Pressan

Tími klósettpappírsins er liðinn – Hér er arftakinn

Pressan
Sunnudaginn 15. júní 2025 19:30

Dagar klósettpappírsins eru kannski taldir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hefur klósettpappír verið óumdeildur konungur baðherbergisins. Hvítur, mjúkur og að því er virðist saklaus fylgdarsveinn sem við efumst sjaldan um.

En nú eru kannski nýir tímar að renna upp því bæði umhverfið og afturendinn kalla eftir breytingum.

Framleiðsla á klósettpappír er fjarri því að vera eins hrein og pappírinn sjálfur bendir til. Milljónir trjáa eru felldar árlega til þess eins að enda í klóakkerfum bæja og borga.

Svo má benda á að margir sérfræðingar benda á að klósettpappír sé ekki endilega eins mikil hreinlætislausn og við höldum. NLC skýrir frá þessu.

Örsmáar leifar, húðerting og í versta falli sýkingar eru áhættuþættir tengdir notkun klósettpappírs. Ef maður er með viðkvæma húð eða gyllinæð, þá líkist það einna helst að sandpappír sé strokið eftir endaþarminum þegar klósettpappír er notaður.

En það þarf ekki að örvænta því hjálpin er nærri og hún kemur frá Japan þar sem klósettferðir hafa lengi verið nálægt því að líkjast heimsókn í gott baðhús.

Hin frægu „skolklósett“ nota vatnsbunur, með stillanlegum þrýstingi og hitastigi, og toppa upplifunina svo með blíðlegri og heitri loftþurrkun. Engin pappír í sjónmáli.

Þetta hljómar kannski eins og einhver framtíðarsýn en tæknin er nú þegar til staðar og það er ekki flókið að taka hana í notkun. Það er hægt að koma þessu upp heima hjá sér en auðvitað kostar það drjúgan skilding en honum er hægt að ná aftur á skömmum tíma því ekki þarf að eyða neinu í klósettpappír.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 1 viku

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 1 viku

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið