fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Pressan

Grínaðist með að hún ætti kannski ekki að fara í fallhlífarstökk á föstudaginn þrettánda

Pressan
Mánudaginn 16. júní 2025 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvennt lést af slysförum síðastliðinn föstudag skammt frá flugvellinum í Dunkeswell í Devon á Englandi þegar fallhlífarstökk fór úrskeiðis.

Belinda Taylor, 48 ára, og leiðbeinandi hennar, hinn þrítugi Adam Harrison, hröpuðu til jarðar en talið er að bilun hafi orðið í búnaði Adams sem varð til þess að hvorki aðalfallhlífin né varafallhlífin opnuðust. Þau voru skorðuð saman og hröpuðu stjórnlaust til jarðar úr um 15.000 feta hæð.

Í fréttum breskra fjölmiðla kemur fram að kærasti Belindu, Scott, hafi fylgst með stökkinu úr sjónauka og drifið sig á vettvang þegar hann sá að fallhlífin opnaðist ekki. Hafði hann gefið Belindu stökkið í gjöf fyrir skemmstu.

Í samtali við Mail Online segir Elias, sonur Belindu, að hann hafi rætt við móður sína nokkrum dögum fyrir harmleikinn og hún haft á orði að kannski væri ekki sniðugt að fara í fallhlífarstökk á föstudaginn þrettánda.

„Það er skrýtið að hugsa um þetta en hún sagði þetta í hálfgerðu gríni,“ segir hann. Belinda lætur eftir sig tvö börn, Elias og dótturina Emily sem bjó hjá henni.

Elias segir að ekki hafi fengist neinar upplýsingar um hvað fór úrskeiðis í stökkinu. „Við viljum fá að vita hvað gerðist, ég held að það myndi hjálpa okkur að öðlast ákveðna sálarró,“ segir hann.

Undir þetta tekur fyrrverandi eiginmaður Belindu og barnsfaðir, Bachir Baaklini. „Þetta hefði ekki átt að gerast. Við verðum að fá það á hreint af hverju börnin misstu móður sína,“ segir hann.

Hann segir að þau hafi alla tíð átt í góðum samskiptum eftir að þau skildu. „Ég sá hana á tveggja til þriggja vikna fresti en hún talaði oftar við eiginkonu mína en mig. Þeim kom mjög vel saman.“

Slysið er nú til rannsóknar hjá breskum flugmálayfirvöldum og verða frekari upplýsingar ekki veittar fyrr en þeirri rannsókn lýkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 1 viku

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“
Pressan
Fyrir 1 viku

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu