fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

Hin „japanska Baba Vanga“ með skelfilegan spádóm

Pressan
Miðvikudaginn 18. júní 2025 03:11

Þetta er hin eina sanna Baba Vanga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryo Tatsuki er teiknimyndahöfundur sem hefur spáð rétt fyrir um eitt og annað sem gerst hefur í heiminum á síðustu áratugum. Hún spáði til dæmis fyrir um andlát Díönu prinsessu og náttúruhamfarir á borð við stóra jarðskjálftann í Kobe 2011 og heimsfaraldur kórónuveirunnar.

Tatsuki hefur verið líkt við hina þekktu blindu búlgörsku spákonu Baba Vanga, sem lést 1996, en hún spáði að margra mati rétt fyrir um marga atburði.

Í bókinni „The Future as I See It“ (Framtíðin eins og ég sé hana) sem var gefin út 1999 lýsti Tatsuki „óþekktri veiru“ sem myndi herja á heimsbyggðina 2020. Margir telja hana hafa átt við kórónuveiruna skæðu.  „Óþekkt veira mun koma fram á sjónarsviðið 2020 og hverfa eftir að hafa náð hámarki í apríl en síðan birtast aftur 10 árum síðar,“ skrifaði hún.

Daily Express skýrir frá þessu og segir að samkvæmt spá Tatsuki muni veiran „snúa aftur 2030“ og valda enn meiri hörmungum en áður.

Önnur spá hennar, sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu, er um stóran jarðskjálfta sem mun að hennar sögn ríða yfir Japan í júlí. Þetta hefur leitt til fækkunar ferðamanna í landinu því margir Asíubúar vita af þessum spádómi og þora ekki til Japan vegna hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum