fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Pressan

Hversu hollt er að drekka vín daglega? – Sérfræðingar svara því

Pressan
Mánudaginn 16. júní 2025 21:00

Það er ekkert grín þegar rauðvín sullast í föt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vín hefur fylgt mannkyninu í mörg þúsund ár. Vín er framleitt í nær öllum heimshlutum sem eru hver og einn þekktir fyrir eigin vínþrúgur, venjur og hefðir. Víni, sérstaklega rauðvíni, hefur lengi verið hrósað fyrir að hafa hugsanlega góð áhrif á heilsuna.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar í gegnum tíðina á eiginleikum andoxunarefna í víni og hugsanlegan heilsufarslegan ávinning af því að drekka vín. Almennt hefur verið talið að eitt til tvö vínglös á dag sé í lagi og jafnvel hollt.

En sífellt fleiri rannsóknir benda til að þetta sé ekki rétt. Fyrr á árinu sendu bandarísk heilbrigðisyfirvöld frá sér aðvörun vegna tengsla áfengisneyslu og minnst sjö krabbameinstegunda, þar á meðal brjósta-, lifrar-, ristil- og vélindakrabbameins.

Hver er niðurstaðan þegar kemur að víni? Er það hollt eða óhollt og er hollt að drekka vín daglega?

Ef vín er drukkið í hóflegu magni, getur það verið hluti af hollum lífsstíl en vínið er í sjálfu sér ekki beinlínis holl neysluvara.

Michelle Routhenstein, hjartanæringarfræðingur hjá EntirelyNourished.com, segir að áratugum saman hafi fjölmiðlar skýrt frá fullyrðingum um að það að drekka eitt vínglas á dag sé gott fyrir hjartað. „Það verður að taka þessum fullyrðingum með fyrirvara,“ segir hún að sögn Yahoo.

Hún sagði það vera rétt að vín innihaldi pólýfenól sem geti gert góða hluti í líkamanum. Hún nefndi einnig að reservatról, sem er aðallega að finna í húð rauðra vínberja, hafi verið rannsakað vegna hugsanlegs eiginleika þess við að lækka LDL-kólesteról og koma í veg fyrir blóðtappa.

Þrátt fyrir að þessi andoxunarefni geti hugsanlega unnið gegn bólgum og verndað hjarta- og æðakerfið, er vín ekki besta uppspretta þeirra.

Routhenstein sagði að magn andoxunarefna geti verið mismunandi á milli víntegunda, sérstaklega á milli hvítvíns og rauðvíns. Þess utan séu miklar líkur á að það hafi oxast og sé því síður aðgengilegt fyrir líkamann.

Kailey Proctor, klínískur næringarfræðingur við City of Hope Orange County í Kaliforníu, sagði enn sem komið er, hafi engin rannsókn verið gerð sem sýni bein tengsl á milli betra hjartaheilbrigðis og áfengisneyslu.

„Og það er mikilvægt að leggja áherslu á að allar tegundir áfengis, þar á meðal rauðvín, hvítvín, bjór og sterkt áfengi, hafa verið tengdar við auknar líkur á krabbameini,“ sagði Proctor og bætti við að þegar upp er staðið geti andoxunarefnin ekki vegið á móti þeim skaða sem áfengi veldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 1 viku

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“
Pressan
Fyrir 1 viku

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu