fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ingunn kom 87 ára manni til varnar: „Ég skil ekki hvaðan ég fékk þetta þor“

Ingunn Jóna Þórhallsdóttir tók eftir því að tveir menn höfðu stolið veski mannsins og hljóp á eftir þeim.

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 20. júní 2017 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingunn Jóna Þórhallsdóttir, nemi í Danmörku, vann hetjudáð í gær þegar hún stöðvaði tvo bíræfna þjófa sem höfðu stolið veski 87 ára manns. Hún tók eftir því að tveir menn höfðu stolið veski mannsins og hljóp á eftir þeim.

Í samtali við DV segir Ingunn að hún hafi verið smá taugatrekkt eftir atvikið en þó fyrst og fremst hissa. „Adrenalínið var alveg á fullu eftir þetta. Ég er frekar mikil mús og forðast öll átök en þarna var bara verið að brjóta á manni sem gat engan veginn varið sig sjálfur svo auðvitað stekkur maður til í svona aðstæðum,” segir Ingunn.

Ingunn segir söguna í Facebook-hópnum Góða systir. Þar segir hún að að það hafi svo sannarlega reynt á réttlætiskennd sína í gær þar sem hún var stödd í verslunarmiðstöð. Hún lýsir aðferð þjófanna svo: „Einn maðurinn „missir“ jakkann sinn beint fyrir framan gamla manninn og á meðan sá gamli er upptekinn við að fylgjast með því og kemst ekki áfram því sá fyrri hindrar að hann komist eitt né neitt, þá kemur sá seinni þétt upp að honum að aftan og stelur veskinu úr vasanum hans. Þetta var alveg þaulæft og pottþétt menn sem stunda svona athæfi,“ skrifar Ingunn.

Ingunn fór og spurði manninn hvort hann væri með veskið í vasanum sínum og svo var ekki. „Hann segir mér að það sé horfið og ég snöggreiðist alveg á nóinu. Ég strunsa í áttina að manninum sem var með veskið, gargandi og öskrandi, skipa honum að skila veskinu strax og kalla hann öllum illum nöfnum.

„Hann hafði greinilega hent veskinu frá sér án þess að ég tæki eftir því og bendir á það og segist ekki vera með neitt veski. Ég held áfram að garga á hann, elti hann alveg yfir planið, fálmandi í veskinu mínu eftir símanum mínum til að hringja í lögguna. Segi honum að það séu upptökur til af honum og hann ætti bara að passa sig, ég væri að hringja á lögregluna

„Úthúða honum alveg fyrir að vera svona mikill aumingi að stela af gömlum manni, hvers konar manneskja hann sé eiginlega. Hann stakk reyndar af, ég náði ekki að elta hann svo ég fór bara til baka til gamla mannsins og þá var einhver annar maður búinn að láta hann fá veskið sitt og var eitthvað að tala við hann.,“ segir Ingunn.

Ingunn segist hafa fundist eins og hún hafi fengið ofurkraft á þessum tímapunkti. „Vitið þið það, ég skil ekki hvaðan ég fékk þetta þor. Eins og ég get verið mikil mús að þarna fékk ég bara einhvern ofurkraft og umbreyttist í eitthvað svaka skass. Er ekki að ýkja þegar ég segi að þjófurinn var skíthræddur við mig, ég var svo hvöss og öskrandi á hann ókvæðisorðum, alveg gargandi og bölvandi, og með mjög ógnandi líkamstjáningu held ég,“ segir Ingunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“