fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Pólverjar vilja fá 98 ára karlmann í Minnesota framseldan vegna stríðsglæpa

AP-fréttastofan svipti hulunni af honum í ítarlegri umfjöllun árið 2013

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. mars 2017 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Póllandi vilja að Michael Karkoc, 98 ára karlmaður sem búsettur er í Minnesota í Bandaríkjunum, verði framseldur svo hægt sé að rétta yfir honum.

Karkoc þessi var yfirmaður í SS-sveitum nasista á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og er hann sagður hafa tekið þátt í fjöldamorðum í Úkraínu og Póllandi.

Það var árið 2013 sem AP-fréttastofan svipti hulunni af Karkoc sem alla tíð hefur neitað að vera umræddur hershöfðingi. Í umfjöllun AP á þeim tíma kom fram að maður að nafni Michael Karkoc hefði flust til Bandaríkjanna árið 1949 og sest að í Minnesota. Gögn sýndu að um væri að ræða sama mann.

Áður en Krakoc fékk landvistarleyfi í Bandaríkjunum sagði hann við bandarísk yfirvöld að hann hefði ekki tekið þátt í seinna stríði heldur unnið fyrir föður sinn á árunum sem stríðið stóð yfir. Tíu árum eftir að hann flutti til Bandaríkjanna fékk hann bandarískan ríkisborgararétt.

Saksóknarar í Póllandi vilja að Karkoc, sem meðal annarra er grunaður um að hafa brennt heilu þorpin í Póllandi til grunna, verði framseldur til Póllands. Þau gögn sem saksóknarar hefðu viðað að sér á undanförnum árum sýndu, svo ekki verði um villst, að um sama mann sé að ræða.

Saksóknarar við National Remembrance-stofnunina í Póllandi, sem meðal annars rannsakar glæpi sem framdir voru af nasistum og beindust gegn pólskum borgurum, hafa farið fram á það við dómstóla í Póllandi að handtökuskipun verði gefin út á hendur Karkoc. Verði orðið við þeirri beiðni geta pólsk yfirvöld farið fram á framsal. Og færi svo ætti Karkoc yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“