„Ég myndi segja þér allt sem ég vissi ef ég vissi eitthvað,“ segir UFC-bardagakappinn Gunnar Nelson í viðtali við vefritið Ske. Gunnar, sem er nýstiginn upp úr ökklameiðslum, segir óvíst hvenær hann berjist aftur í UFC. Hann hafi ætlað að berjast í London í mars en líkurnar á því séu ekki ýkja miklar. Þó sé mögulegt að hann berjist í New York í apríl þótt ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum.