Coca-Cola European Partners, sem áður hét Vífilfell, hefur hætt framleiðslu á Coca-Cola Zero. Í staðinn hefur fyrirtækið hafið framleiðslu á svipuðum drykk sem heitir Coca-Cola Zero Sykur. Í hvorugum drykknum er sykur.
Vísir hefur eftir Magnúsi Viðari Heimissyni vörumerkjastjóra að verið sé að breyta uppskriftinni til að líkja eftir hefðbundnu sykruðu Coke Cola. Og það virðist heppnast, ef marka tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson, sem skrifar athugasemd við frétt Vísis, og svarar fólki sem virðist vera í öngum sínum:
„Ég er búinn að smakka þetta nýja Zero Sykur dæmi og það er bara miklu betra á bragðið en gamla Zero dæmið. Þeir eru að ná Kókbragðinu mun betur núna.“