fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

40 ára gamalt hitamet gæti fallið í dag – Fólk varað við að vera utanhúss

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 05:28

Fólk reynir að kæla sig í kæfandi hita. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlegt er að hitinn fari yfir 48 gráður í Portúgal og á Spáni í dag. Ef sú spá gengur eftir verður evrópskt hitamet frá 1977 slegið en þá mældist hitinn 48 gráður í Aþenu, höfuðborg Grikklands. Fyrir regnvota Íslendinga er rétt að taka fram að hér er um hita í forsælu að ræða svo ljóst er að í sólinni er hitinn miklu hærri.

Breska veðurstofan, The Met Office, spáir þessum gríðarlega mikla hita í dag. Veðurstofan varar fólk við þessum mikla hita og ráðleggur því að halda sig fjarri sólinni. Það á sérstaklega við um eldra fólk og lítil börn. Þeir sem sjá sig tilknúna til að baða sig í sólarljósi eru hvattir til að nota sólarvörn og gæta þess að drekka nægilega mikið.

Hæsti hiti sem mælst hefur á Spáni er 47,3 gráður og í Portúgal 47,4 gráður. Þessi met geta því fallið í dag og það örugglega.

Það er syðst á Spáni og í Algarve og inn til landsins í Portúgal sem hitinn getur hugsanlega farið yfir 48 gráður. Um helgina bætir hugsanlega í hitann og getur hann jafnvel farið yfir 50 gráður og sumar spár segja að hann geti farið í allt að 51 gráðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm