fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

10 og 11 ára stúlkur lögðu á ráðin um morð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. maí 2018 18:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær stúlkur, 10 og 11 ára, hafa verið kærðar fyrir samsæri um að fremja morð. Lögðu þær á ráðin um að myrða bekkjarsystur sína. Sem vænta má þykir málið afar óvenjulegt en þetta átti sér stað í Prince William sýslu í Virginíu, Bandaríkjunum. Stúlkurnar eru sagðar hafa sent hvor annarri smáskilaboð á eins konar dulmáli og sagt hvor annarri að eyða skilaboðunum.

Að sögn lögreglu komst foreldri eins af börnunum í bekknum að þessu og hafði samband við lögreglu. Það var þó ekki foreldri annarrar hvorrar stúlknanna né foreldri stúlkunnar sem þær hugðust myrða.

Fjallað er um málið á Huffington Post. Þar segir að lögreglan hafi ekki birt textaskilaboðin fjölmiðlum en miðillinn hefur engu að síður heimildir fyrir því að stúlkurnar hafi útlistað í smáatriðum hvernig þær ætluðu að myrða bekkjarsystur sína. Hana sakaði hins vegar ekki því lögreglan komst á snoðir um áform stúlknanna í tæka tíða.

Í Virginíu-fylki er hægt að sækja svona ung börn til saka og bíða stúlkurnar núna réttarhalda.

Sjá fréttina

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hera úr leik
Pressan
Í gær

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða