Pierre-Emerick Aubameyang gekk til liðs við Arsenal í morgun fyrir 56 milljónir punda.
Hann er dýrasti leikmaður í sögu Arsenal og skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning við félagið.
Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa nú eytt 326 milljónum punda í janúarglugganum sem er nýtt met.
Glugginn lokar í kvöld og má fastlega reikna með því að liðin eigi eftir að versla meira og telja sumir miðlar á Englandi að upphæðin gæti farið yfir 500 milljónir punda.