Pierre-Emerick Aubameyang er gengin til liðs við Arsenal en þetta var tilkynnt í morgun.
Hann kemur til félgsins frá Borussia Dortmund og er orðinn dýrasti leikmaður í sögu Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal var að vonum sáttur með að ná að klára kaupin á framherjanum.
„Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur, við þurfum leikmenn sem eru öflugir í sókninni,“ sagði Wenger.
„Við höfum ekki verið nægilega beittir framávið en hann mun styrkja okkur mikið. Hann þarf að sanna sig upp á nýtt í ensku úrvalsdeildinni og hann er spenntur fyrir þeirri áskorun.“
„Hann er snöggur og klárar færin sín frábærlega. Hann getur tekið hlaup og er líkamlega sterkur. Þetta mun allt skipta miklu máli í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Wenger að lokum.