

Michy Batshuayi, framherji Chelsea er afar ósáttur með þann spilatíma sem hann fékk hjá félaginu.
Hann gekk til liðs við Dortmund í janúarglugganum og mun klára tímabilið á láni hjá þýska félaginu.
Batshuayi hefur verið magnaður í Þýskalandi og hefur nú skorað 5 mörk og lagt upp eitt síðan hann kom til Dortmund í lok janúar.
„Þetta var ekki auðvelt hjá Chelsea. Núna er ég fullur sjálfstrausts og nýt þess að spila,“ sagði framherjinn.
„Sitja á bekknum, skora mark og svo aftur á bekkinn er eitthvað sem er erfitt að skilja þegar að þú ert framherji,“ sagði hann að lokum.