

Östersunds tók á móti Arsenal í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærdag en leiknum lauk með 3-0 sigri gestanna.
Það voru þeir Nacho Monreal og Mesut Ozil sem skoruðu mörk Arsenal og þá varð Sotirios Papagiannopoulos fyrir því óláni að skora sjálfsmark og lokatölur því 3-0 fyrir gestina.
Seinni leikur liðanna fer fram þann 22. febrúar næstkomandi og viðurkennir Arsene Wenger, stjóri liðsins að hann gæti hvílt lykilmenn í leiknum fyrir úrslit enska Deildarbikarsins.
Arsenal mætir Manchester City þann 25. febrúar næstkomandi á Wembley en City hefur verið nánast ósigrandi á þessari leiktíð.