

Arsenal vill fá Ousmane Dembele, sóknarmann Barcelona til félagsins í sumar en það er Calciomercato sem greinir frá þessu.
Dembele var keyptur til Barcelona, síðasta sumar frá Dortmund en spænska félagið borgaði 93 milljónir punda fyrir hann.
Hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli síðan hann kom til Spánar og hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum með Börsungum í deildinni.
Pierre-Emerick Aubameyang, nýjasti leikmaður Arsenal er sagður mjög spenntur fyrir því að fá Dembele á Emirates.
Þeir spiluðu saman hjá Dortmund á sínum tíma og náðu afar vel saman.