fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433

Carragher hjólar í Sanchez og Pogba

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. mars 2018 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United náði í stign þrjú þegar liðið heimsótti Crystal Palace heim í ensku úrvalsdeildinni í gær. United byrjaði leikinn illa og var fyrri hálfleikurinn afar illa spilaður af liðinu. Andros Townsend kom heimamönnum yfir á elleftu mínútu en skot hans fór í Victor Lindelof og í netið.

Síðari hálfleikur var svo ekki gamall þegar Patrick Van Aanholt kom Palace í 2-0. Liðið tók aukaspyrnu fljótt á miðum vellinum og hollenski bakvörðurinn var sendur einn í gegn á meðan Chris Smalling var sofandi. Van Aanholt skoraði svo á nærstöngina á David De Gea.

Á 55 mínútu lagaði Smalling stöðuna fyrir United þegar hann lúrði á teignum og kom boltanum í netið af stuttu færi. Það var svo á 76 mínútu sem Romelu Lukaku jafnaði leikinn en hann fékk boltann á teignum eftir gott skot Alexis Sanchez. Það var svo í uppbótartíma sem Nemanja Matic tryggði United sigurinn með geggjuðu skoti fyrir utan teig og tryggði United stigin þrjú.

Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports var ekki hrifinn af því hvernig Paul Pogba dýrasti leikmaður United og Alexis Sanchez launahæsti leikmaður liðsins voru að spila í fyrri hálfleik.

,,Það er eins og Pogba og Sanchez séu tveir krakkar á skólalóðinni,“
sagði Carragher.

,,Það er eins og þeir hugsi ´Við erum bestu leikmenn liðsins og gerum bara það sem við viljum´.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Í gær

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?