fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

„Þetta er versta kona sem ég hef hitt um ævina“

Nýir þættir hefja göngu sína í Bretlandi – Piers Morgan ræðir við glæpakvendi

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 2. maí 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var ekki beint eins og að taka viðtal við Simon Cowell eða Elton John,“ segir breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan um nýja þætti sem hefja göngu sína í Bretlandi í næstu viku. Þættirnir sem um ræðir heita Killer Women, en eins og nafnið gefur til kynna fjalla þær um konur sem gerst hafa sekar um morð.

Í fyrsta þættinum fjallar Morgan meðal annars um mál ungrar stúlku, Erin Caffey, sem var aðeins sextán ára þegar hún tók þátt í að skipuleggja morð á fjölskyldu sinni. Málið vakti gríðarlega athygli í Bandaríkjunum þegar það kom upp, meðal annars vegna þess hversu hrottafenginn glæpurinn var.

Caffey-fjölskyldan þegar allt lék í lyndi.
Myrt Caffey-fjölskyldan þegar allt lék í lyndi.

Illa innrætt

Morgan, sem hefur komið víða við á löngum ferli sínum í fjölmiðlum, segir í viðtali við breska blaðið Mirror að viðtalið við Erin hafi verið átakanlegt. „Maður er að taka viðtal við einhvern sem hefur gerst sekur um skelfilegan glæp. Þú ert einum metra frá viðkomandi. Ég get ekki sagt að ég hafi óttast um líf mitt því það voru fangaverðir viðstaddir. En þú veist að þú ert að horfa í augun á einhverjum sem er illa innrættur. Hún er versta kona sem ég hef hitt um ævina,“ segir hann.

Virtist ósköp venjuleg stúlka

Sem fyrr segir vakti mál Erin mikla athygli í árið 2008. Hún virtist ósköp venjuleg stúlka sem átti aldrei við agavanda að stríða á sínum yngri árum. Þvert á móti var hún dugleg í skóla og kirkjurækin eins og fjölskylda hennar. Þegar Erin var sextán ára kynntist hún eldri strák, Charlie Wilkinson, 19 ára, og voru foreldrar Erinar, Terry og Penny Caffey, mótfallnir því að hún væri í sambandi með eldri strák. Þau reyndu þó að umbera það eins og þeim var frekast unnt.

Gengu berserksgang

Átta ára bróðir Erin, Tyler, lék á gítar og Matthew, 13 ára bróðir hennar, lék á munnhörpu og var Penny organisti í kirkjunni. Sjálf hafði Erin verið í kórnum allt þar til hún kynntist téðum Charlie.

Tveimur tímum eftir miðnætti þann 1. mars, 2008, ruddust tveir ungir menn inn á heimili Caffey-fjölskyldunnar í Alba í Texas og gengu berserksgang. Þegar upp var staðið voru Penny, Tyler og Matthew liðin lík og Terry á milli heims og helju. Ódæðismennirnir báru síðan eld að innanstokksmunum og yfirgáfu húsið. Terry, sem hafði verið skotinn mörgum skotum, tókst einhvern veginn að dragnast út úr húsinu áður en það varð alelda og skríða að heimili nágranna síns sem hafði samband við lögreglu. Fljótlega kom í ljós að Erin hafði verið viðriðin glæpinn en Charlie, vinur hans að nafni Allen Waid og kærasta Allens, Bobbi Gale Johnson, höfðu séð um að fremja ódæðið. Erin hafði séð um skipulagninguna.

Ég á von á því að áhorfendur muni einmitt hugsa það, hvernig hún gat gert þetta?

Getur sótt um reynslulausn eftir 40 ára afplánun

Í október 2008 voru Charlie og Allen dæmdir til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn. Þremur mánuðum síðar játuðu Erin og Bobbi sig sekar um morð . Bobbi fékk tvöfaldan 40 ára dóm og getur sótt um reynslulausn eftir 25 ára afplánun. Erin hins vegar tvo samhangandi lífstíðardóma og 25 ár að auki en getur sótt um reynslulausn eftir 40 ára afplánun.

Hvernig gat hún gert þetta?

Sem fyrr segir benti fátt til þess að Erin myndi feta braut glæpa, hvað þá að hún gæti skipulagt jafn skelfilegan glæp og raun bar vitni. Piers Morgan segir að það sé nákvæmlega það sem gerir hana hættulega. Ekki sé allt sem sýnist.

„Ég á von á því að áhorfendur muni einmitt hugsa það, hvernig hún gat gert þetta?“

Þættirnir verða frumsýndir á ITV-sjónvarpsstöðinni í Bretlandi þann 11. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug