fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 18:30

Beckham og Victoria í gær þar sem þrjú af fjórum börnum þeirra mættu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir David Beckham, 50 ára, hlaut í gær riddaratign úr hendi Karls konungs á Windsor-höll. Við athöfnina mættu eiginkona hans Victoria, sem nú ber titilinn Lady Victoria Beckham ásamt foreldrum hans Ted og Söndru og þremur yngri börnum hjónanna, Romeo (23), Cruz (20) og Harper (14).

Mun Beckham nú bera nafnið Sir David Beckham en þann heiður fær hann fyrir störf sín í kringum fótboltann í gegnum árin.

Brooklyn Beckham og Nicola Peltz / Getty

En elsti sonurinn, Brooklyn Beckham, var hvorki viðstaddur né hefur skrifað eitt orð um tímamótin á samfélagsmiðlum. Það hefur vakið athygli, sérstaklega þar sem bræður hans Romeo og Cruz birtu báðir myndir frá athöfninni og lýstu stolti yfir föðurnum. Romeo skrifaði: „Enginn á þetta meira skilið en þú. Elska þig. Til hamingju, Sir dad.“

Brooklyn hefur hins vegar haldið algjörri þögn og það hefur vakið upp nýjar sögusagnir um spennu innan fjölskyldunnar. Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur hann sagt sig frá fjölskyldunni á undanförnu ári vegna vaxandi ágreinings.

Talið er að rót vandans nái aftur til brúðkaups Brooklyn og Nicölu Peltz árið 2022, þegar Nicola hafnaði brúðarkjól sem Victoria hafði hannað.

Sir David Beckham
Getty Images

Frá þeim tíma hafa merki um fjarlægð haldið áfram, meðal annars þegar Brooklyn óskaði Victoria ekki til hamingju á mæðradaginn og lét ekki sjá sig á 50 ára afmælishátíðum Davids.

Þrátt fyrir allt hefur David lýst riddaratigninni sem „stoltasta augnabliki lífs síns“ en fjölskyldusagan virðist enn langt frá því að vera leyst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi