fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Pressan

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Pressan
Mánudaginn 27. október 2025 06:30

Spennandi framtíðarsýn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milljarðamæringurinn Jeff Bezos, stofnandi Amazon og geimferðafyrirtækisins Blue Origin, segir að á næstu tuttugu árum muni milljónir manna flytjast út í geim.

Þetta sagði Bezos á tækniráðstefnu sem haldin var í Tórínó á Ítalíu fyrr í þessum mánuði.

Fortune segir frá þessu og vísar í orð Bezos þess efnis að háþróuð tækni – sérstaklega á sviði gervigreindar – muni ekki aðeins gera líf okkar á jörðinni einfaldara heldur einnig ýta undir landnám í geimnum.

Bezos segir að fólk muni ekki flytjast út í geim af nauðsyn, til dæmis til að sinna þar störfum.

„Við þurfum ekki fólk til að búa í geimnum. Ef þörf er á að gera eitthvað á yfirborði tunglsins eða annars staðar getum við sent vélmenni til að sinna þeirri vinnu – það verður miklu hagkvæmara en að senda menn,” sagði hann.

Hann spáði einnig að stór gagnaver muni flytjast út í geim á næstu 10 til 20 árum.

„Við munum byrja að byggja þessi risastóru gagnaver í geimnum, sem nota gríðarlega mikið af orku,“ sagði hann og vísaði í þá staðreynd að þar sé hægt að nota sólarorkuna allan sólarhringinn.

Bezos segir að fólk hafi ríka ástæðu til að bíða spennt eftir framtíðinni og hann hvetur fólk til að líta gervigreind jákvæðum augum.

Hann telur að ávinningurinn fyrir samfélagið af gervigreind verði gífurlegur, þó hann viðurkenni að nú ríki ákveðin „iðnaðarbóla“.

Fjárfestar gætu átt erfitt með að „greina á milli góðra hugmynda og slæmra“, en Bezos bendir á að í slíkum bólum hafi sagan sýnt að „þegar rykið sest og sigurvegararnir koma í ljós, njóti samfélagið á endanum góðs af þeim uppfinningum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað gervigreindina um að velja lottótölurnar – Vann 12 milljónir

Bað gervigreindina um að velja lottótölurnar – Vann 12 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kenny Loggins ósáttur með Trump – Svona brást Hvíta húsið við gagnrýninni

Kenny Loggins ósáttur með Trump – Svona brást Hvíta húsið við gagnrýninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Frakkar í öngum sínum eftir ævintýralegt rán á Louvre-safninu – Svona báru ræningjarnir sig að

Frakkar í öngum sínum eftir ævintýralegt rán á Louvre-safninu – Svona báru ræningjarnir sig að