fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. október 2025 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Josko Gvardiol, varnarmaður Manchester City, hefur opinberað að hann hafi íhugað að hætta í fótbolta sem unglingur hjá Dinamo Zagreb.

Í viðtali við BBC segir þessi 23 ára gamli Króati að hann hafi misst áhugann á leiknum þegar hann fékk lítið að spila og hugleitt að snúa sér að körfubolta.

„Ég var ekki viss um hvort fótbolti væri fyrir mig lengur. Ég fann enga gleði á æfingasvæðinu og flestir vinir mínir voru í körfubolta,“ segir hann.

Gvardiol hélt þó áfram, náði inn í aðallið Zagreb og vann tvo meistaratitla áður en hann fór til RB Leipzig árið 2020 fyrir 16 milljónir punda.

Síðan þá hefur ferill hans tekið mikið stökk. Hann gekk til liðs við Manchester City sumarið 2023 fyrir 77 milljónir punda, sem gerir hann að næstdýrasta varnarmanni sögunnar á eftir Harry Maguire.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk