fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fókus

Bíómynd og sjónvarpsþættir byggðir á borðspilinu Catan í vinnslu hjá Netflix

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 22. október 2025 11:30

Áttu leir fyrir kind? Mynd/BGG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Streymisveitan Netflix hefur tryggt sér sjónvarpsréttindin á borðspilinu vinsæla Catan og hyggst framleiða bæði bíómynd og sjónvarpsþætti byggða á því. Um er að ræða bæði leikið efni og teiknimyndir.

Hið þýska Catan, eða Die Siedler von Catan, var hannað af Klaus Teuber árið 1995. Hefur það selst í tugmilljónum eintaka og verið þýtt á tugi tungumála. Er spilið talið hafa hrundið af stað eiginlegri gullöld í hönnun borðspila á heimsvísu þar sem Þjóðverjar og Frakkar hafa verið í fararbroddi.

Miðillinn Variety greinir frá því að Netflix hyggist nú nýta sér hinar miklu vinsældir Catan og búa til sjónvarpsefni. Verða ýmsir framleiðendur hjá útgefanda spilsins Asmodee viðriðnir verkefninu. Sem og Benjamin Teuber, sonur hönnuðarins Klaus sem lést árið 2023.

„Milljónir hafa notið Catan síðan það kom á markað og hjá mörgum var þetta hlið að heimi nýrra borðspila. Ég er himinlifandi að sjá spilið ná til stærri áhorfendahóps sem mun uppgötva auðævi þessa heims og ég tel að þetta sé mjög spennandi fyrir framtíð vörumerkisins,“ sagði Thomas Koegler, stjórnarformaður Asmodee.

Catan snýst um miðalda landnema á samnefndri eyju. Teuber sagði hins vegar sjálfur að hugmyndin væri sprottin af landnámi Íslands. Spilið hefur einnig náð miklum vinsældum hérlendis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Fjögur ár af ást“

„Fjögur ár af ást“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?