fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fókus

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“

Fókus
Mánudaginn 20. október 2025 08:08

Jennifer Lopez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi eiginmaður tónlistar- og leikkonunnar Jennifer Lopez, Ojani Noa, heldur því fram að Lopez hafi haldið framhjá honum á meðan hjónaband þeirra stóð yfir eftir að hún sagðist aldrei hafa „verið elskuð af alvöru“ af neinum fyrrverandi maka sinna.

„Leyfið mér bara að segja, hættið að gera lítið úr okkur. Hættu að gera lítið úr mér með fórnarlambsspjaldinu þínu,“ skrifaði einkaþjálfarinn, sem var giftur Lopez frá 1997 til 1998, í færslu á Instagram á föstudag.

„Vandamálið er ekki við. Ekki ég. Vandamálið ert þú,“ hélt Noa fram.

„Þú ert sú sem var lausgirt. Þú hefur verið „elskuð“ nokkrum sinnum. Þú hefur verið gift fjórum sinnum. Og átt ótal sambönd þar á milli. Þú hefur átt góð sambönd … Mig til dæmis.“

Ojani Noa

Noa greinir frá því að hann var ástfanginn af Lopez og hefði jafnvel flutt milli fylkja og sagt skilið við vinnu sína og ættingja til að styðja við Hollywood-feril hennar.

„Ég er ótrúleg, kærleiksrík manneskja, frábær manneskja. Heiðarlegur, trúr þér, laug aldrei, hegðaði mér ekki illa, svindlaði aldrei á þér,“ skrifaði hann. „Ég var góður við þig. Ég er of góður maður fyrir þig,“ hélt Noa áfram.

Leikarinn hélt því fram að Lopez hefði „valið frægð og frama“ fram yfir hjónaband þeirra og að hann hefði reynt að halda hjónabandi þeirra gangandi eftir að Lopez hafi að hans sögn logið og haldið framhjá honum.

„Þess vegna yfirgaf ég þig, þess vegna skildi ég við þig. Segðu sannleikann í eitt skipti. Láttu fólk vita að þú ert vandamálið. Þú ættir að skammast þín,“ sagði Noa að lokum.

Noa og Lopez

Færsla Noa birtist nokkrum dögum eftir að Lopez, 56 ára, hélt því fram í viðtali við Howard Stern að hún hefði ekki fundið fyrir ást frá neinum fyrrverandi maka sínum.

„Það sem ég lærði, ég lærði að það er ekki það að ég sé ekki elskuleg, heldur að þeir séu ekki færir um það. … Þeir hafa það ekki í sér,“ sagði hún. „Þeir þurfa að meta litlu manneskjuna innra með sér. Þeir þurfa að elska hana.“

Lopez sagði að fyrrverandi makar hennar hefðu gefið henni „það sem þeir höfðu.“

„Þeir gáfu mér allt, í hvert skipti, alla hringana, alla hlutina sem ég gæti nokkurn tímann óskað mér, ekki satt? Reyndu að gefa mér húsin, hringana, hjónabandið, allt,“ útskýrði hún.

Þegar Stern, 71 árs, sagði að mennirnir „elskuðu ekki“ Lopez, svaraði hún: „Þeir gerðu það ekki.“

Í október 2024 kenndi Noa fyrrverandi kærasta Lopez, Sean „Diddy“ Combs, um hjónabandsslit sín, en Lopez var með honum frá 1999 til 2001.

„Hluti af skilnaðinum var Diddy að kenna,“ fullyrti hann í þættinum Despierta America. „Þegar Sony kom og borgaði henni milljónirnar sem hún fékk, þá var þar Puffy Combs, sem ætlaði að vera einn af framleiðendum nokkurra laga á fyrstu plötunni On The 6,“ sagði Noa.
„Þar hófust blekkingarnar, lygarnar og aðskilnaðurinn.“

Noa sagði að hann hefði verið að opna veitingastað í Los Angeles á meðan Lopez var ferðaðist milli Miami og New York að vinna að plötunni.

„Þegar ég gat, fór ég til að vera með henni. Þarna í þessari fjarlægð, í þessum aðskilnaði, byrjaði blekkingin,“ bætti Noa við.

Lopez er fjórgift, fyrst Noa, og síðan gift dansaranum Cris Judd frá 2001 til 2003, söngvaranum Marc Anthony frá 2004 til 2014 og leikaranum Ben Affleck frá 2022 til 2025.

Anthony og Lopez
Lopez og Affleck
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fókus
Fyrir 2 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 5 dögum

KÍTÓN tónleikar í Iðnó

KÍTÓN tónleikar í Iðnó