fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. október 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi knattspyrnustjóri Sheffield Wednesday, Danny Rohl, hefur hafnað því að verða næsti knattspyrnustjóri Rangers.

Þjóðverjinn, sem hélt Wednesday uppi í vor en hætti svo vegna vandræða á bak við tjöldin, var með efstu mönnum á blaði Rangers en hefur tilkynnt félaginu að hann hafi ekki áhuga.

Hann er þar með annar stjórinn á fimm dögum sem hafnar starfinu, en Steven Gerrard ákvað að stökkva ekki á tækifærið til að snúa aftur til Glasgow.

Fyrrverandi leikmaður Rangers, Kevin Muscat, er enn mögulegur kandídat. Hann stýrir Shanghai Port í Kína og verður ekki laus fyrr en seint í nóvember.

Steven Smith, þjálfari U19-liðsins, mun stýra Rangers gegn Dundee United á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rekstur KSÍ á áætlun en aukinn kostnaður í einum málaflokki til umræðu

Rekstur KSÍ á áætlun en aukinn kostnaður í einum málaflokki til umræðu
433Sport
Í gær

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal
433Sport
Í gær

Upplifun Viðars að skyndilega hafi verið ákveðið að sniðganga hann – „Þetta hefur verið ósköp leiðinlegt“

Upplifun Viðars að skyndilega hafi verið ákveðið að sniðganga hann – „Þetta hefur verið ósköp leiðinlegt“