fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Félagi Bellingham segir að Tuchel verði að velja hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. október 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, segir að Jude Bellingham verði að vera með Englandi á HM 2026.

Bellingham, sem er að ná sér eftir aðgerð á öxl, var ekki valinn í landsliðshóp Thomas Tuchel fyrir landsleikina nú í október. Hefur þetta verið milli tannanna á fólki, en miðjumaðurinn hefur spilað fimm leiki fyrir Real Madrid frá aðgerðinni en aðeins byrjað einn þeirra.

„Auðvitað verður hann með,“ sagði Courtois. „Ég get ekki ímyndað mér England án Jude. Hann á að vera í hópnum, engin spurning.“

Courtois segir að það skipti mestu máli að Bellingham fái tíma til að ná fullu leikformi.

„Hann þarf að byggja upp líkamlegt form eftir fjóra mánuði frá vegna meiðsla. Ef þú flýtir þér of mikið geta komið upp ný meiðsli. Þegar hann er í toppformi verður allt í lagi,“ bætti hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Hafnað tvisvar á fimm dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Í gær

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal
433Sport
Í gær

Upplifun Viðars að skyndilega hafi verið ákveðið að sniðganga hann – „Þetta hefur verið ósköp leiðinlegt“

Upplifun Viðars að skyndilega hafi verið ákveðið að sniðganga hann – „Þetta hefur verið ósköp leiðinlegt“