Sjá einnig: Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga
Ómar rekur sína eigin lögfræðistofu Esja Legal en Eva Margrét er löggiltur fasteignasali. Þau eiga bæði tvö börn úr fyrra sambandi.
Hlutirnir hafa gerst hratt hjá parinu en í september síðastliðnum fögnuðu þau eins árs sambandsafmæli. DV lék forvitni á að vita hvernig nýbökuðu hjónin eiga saman.
Ómar er krabbi og Eva er vog. Þessi blanda er afar góð því merkin gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest. Bæði merki þurfa öryggi í sínu lífi og traust ástarsamband. Þau leggja einnig mikið upp úr því að hafa hreint og fínt í kringum sig.
Hvorki krabbi né vog veigrar sér við ábyrgð eða sínum eigin tilfinningum, sem geta verið sterkar. Bæði merki kunna að meta fegurðina í lífinu og ná þau að vega hvort annað upp. Krabbinn kann að meta sjarma vogarinnar, sem og málamiðlunarhæfileika hennar, á meðan vogin elskar öryggið sem fylgir krabbanum.
Þau þurfa þó að hafa varann á, því krabbinn getur móðgast auðveldlega og vogin forðast átök. Þau þurfa að læra að tala opinskátt um tilfinningar og ekki forðast vandamálin.
Vogin er meira félagsfiðrildi á meðan krabbinn er heimakær, en með aðstoð krabbans getur vogin lært að meta ró. Sama með krabbann, vogin getur hjálpað honum að stíga út fyrir þægindarammann og njóta. Saman mynda þau góða heild.
Þetta samband mun blómstra ef þeim líður báðum vel í eigin skinni og læra að meta það fallega í fari hvort annars.
Ómar R. Valdimarsson
Fæddur: 7. júlí 1977
Krabbi
-ákveðinn
-hugmyndaríkur
-tryggur
-tilfinningavera
-svartsýnn
-óöruggur
Eva Margrét Ásmundsdóttir
Fædd: 15. október 1990
Vog
-samviskusöm
-málamiðlari
-örlát
-sanngjörn
-óákveðin
-forðast átök