fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fókus

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 19. október 2025 10:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson og fasteignasalinn Eva Margrét Ásmundsdóttir gengu í það heilaga í maí síðastliðinn en héldu því leyndu þar til kaupmáli þeirra var auglýstur í Lögbirtingablaðinu í byrjun vikunnar.

Sjá einnig: Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga

Ómar rekur sína eigin lögfræðistofu Esja Legal en Eva Margrét er löggiltur fasteignasali. Þau eiga bæði tvö börn úr fyrra sambandi.

Hlutirnir hafa gerst hratt hjá parinu en í september síðastliðnum fögnuðu þau eins árs sambandsafmæli. DV lék forvitni á að vita hvernig nýbökuðu hjónin eiga saman.

Ómar er krabbi og Eva er vog. Þessi blanda er afar góð því merkin gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest. Bæði merki þurfa öryggi í sínu lífi og traust ástarsamband. Þau leggja einnig mikið upp úr því að hafa hreint og fínt í kringum sig.

Hvorki krabbi né vog veigrar sér við ábyrgð eða sínum eigin tilfinningum, sem geta verið sterkar. Bæði merki kunna að meta fegurðina í lífinu og ná þau að vega hvort annað upp. Krabbinn kann að meta sjarma vogarinnar, sem og málamiðlunarhæfileika hennar, á meðan vogin elskar öryggið sem fylgir krabbanum.

Þau þurfa þó að hafa varann á, því krabbinn getur móðgast auðveldlega og vogin forðast átök. Þau þurfa að læra að tala opinskátt um tilfinningar og ekki forðast vandamálin.

Vogin er meira félagsfiðrildi á meðan krabbinn er heimakær, en með aðstoð krabbans getur vogin lært að meta ró. Sama með krabbann, vogin getur hjálpað honum að stíga út fyrir þægindarammann og njóta. Saman mynda þau góða heild.

Þetta samband mun blómstra ef þeim líður báðum vel í eigin skinni og læra að meta það fallega í fari hvort annars.

Ómar R. Valdimarsson
Fæddur:
7. júlí 1977
Krabbi

-ákveðinn
-hugmyndaríkur
-tryggur
-tilfinningavera
-svartsýnn
-óöruggur

Eva Margrét Ásmundsdóttir
Fædd: 
15. október 1990
Vog

-samviskusöm
-málamiðlari
-örlát
-sanngjörn
-óákveðin
-forðast átök

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt hún myndi deyja – „Ég hélt að þetta gæti ekki gerst fyrir einhvern eins og mig“

Hélt hún myndi deyja – „Ég hélt að þetta gæti ekki gerst fyrir einhvern eins og mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“