fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fókus

Danaprins heimsækir Borgarbókasafnið Kringlunni

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. október 2025 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiksýningin Hamlet verður frumsýnd á Litla sviði Borgarleikhússins þann 31. október næstkomandi. Í tilefni af því ætla leikstjóri verksins, Kolfinna Nikulásdóttir og aðalleikari, Sigurbjartur Sturla Atlason, sem fer með hlutverk sjálfs Hamlets prins af Danmörku, að mæta í Leikhúskaffi á Borgarbókasafninu Kringlunni mánudaginn 13. október klukkan 17:30 og segja frá sýningunni.  Í framhaldi af því gefst áhugasömum kostur að skoða leikmynd verksins í Borgarleikhúsinu og spjalla um þennan stórbrotna harmleik.

Hamlet eftir breska leikskáldið William Shakespeare er eitt þekktasta og vinsælasta verk leikhússögunnar, en það segir af af prinsinum Hamlet sem missir föður sinn á voveiflegan hátt og missir í framhaldi af því tengsl við fjölskylduna, við ástina og við sjálfan sig. Leikritið er marglaga og opið til túlkunar enda hafa leikstjórar og listamenn í aldanna rás fundið þar gamla og nýja þræði og spunnið sögur sem tala til áhorfenda á öllum tímum.

Kolfinna, sem leikstýrði verðlaunasýningunni Ást Fedru, hefur fengið til liðs við sig einvala lið leikara til að taka þátt í nýstárlegri uppsetningu verksins og listrænna stjórnenda en þýðandi er enginn annar en Þórarinn Eldjárn, sem hefur verið kallaður meistari íslenskrar tungu.

Allt áhugafólk um leikhús, leikritun og bókmenntir ætti því ekki að láta Leikhúskaffi á Borgarbókasafninu Kringlunni fram hjá sér fara á mánudag, enda má búast við áhugaverðu spjalli og umræðum.

Hjólastólaaðgengi er á viðburðinum. Öll hjartanlega velkomin!

Sjá nánar á vef Borgarbókasafnsins

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kvartað undan „lata starfsmanninum“ sem er ekki til – „Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum“

Kvartað undan „lata starfsmanninum“ sem er ekki til – „Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nóg að gera í svefnherberginu eftir Ozempic en hvimleið aukaverkun eyðileggur fjörið

Nóg að gera í svefnherberginu eftir Ozempic en hvimleið aukaverkun eyðileggur fjörið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Dan segir líklegt að geimverur séu að koma bráðum til jarðar – Birtir grunsamleg svör ChatGPT

Gunnar Dan segir líklegt að geimverur séu að koma bráðum til jarðar – Birtir grunsamleg svör ChatGPT