fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fókus

Hóbósexúalismi að aukast víða í heiminum – Hvað er nú það?

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 12. október 2025 13:00

Hamingusamt par eða hvað? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða á samfélagsmiðlum er umræðan að aukast um svokallaðan hóbósexúalisma. Það er slanguryrði yfir samband fólks sem er ekki af einlægum áhuga á að vera saman heldur af praktískum ástæðum. Vegna húsnæðisskorts víða í heiminum hafi hóbósexúalismi aukist til muna.

Íslenskir plastpokamenn

Hér á Íslandi hefur gjarnan verið talað um plastpokamenn, eða plastpokakarla. Það er ákveðna týpu af mönnum sem eignast unnustur, mæta með allar sínar eigur í einum plastpoka og setjast að heima hjá henni en eru ekki tilbúnir að festa eða dýpka sambandið til lengri tíma. Þetta hugtak hefur verið til síðan á níunda áratug síðustu aldar.

En hið íslenska hugtak nær ekki alveg yfir það sem talað er um því að það einskorðaðist við karla. Hóbósexúalismi er víðara hugtak.

Frjálsir flakkarar

En hvað er hóbó? Hér á Íslandi myndum við kannski telja hóbó einfaldlega vera róna eða útigangsmann. En eins og greint er frá á síðunni Stellar þá var orðið hóbó notað fyrst á nítjándu öld í Bandaríkjunum yfir einhvern sem ferðaðist um og tók að sér störf í smá tíma, rétt til að komast af og njóta lífsins. Flakkari, sem átti fáar eigur, og ferðaðist gjarnan um sem laumufarþegi á járnbrautarlestum.

Sjá einnig:

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Hóbóar, gátu verið bæði karlar og konur, þeir þróuðu með sér sitt eigið tungutak og sitt eigið myndmál. Kvikmyndastjarnan Charlie Chaplin túlkaði gjarnan hóbó í kvikmyndum sínum.

Heimili frekar en fjölskylda

Að vera hóbósexúal er ekki kynhneigð heldur ákvörðun um að vera í samband til þess að geta búið einhver staðar. Jafn vel verið í þessum samböndum í langan tíma. Þetta eru ekki aðeins afætur sem vilja lifa á mökum sínum heldur eru þeir reiðubúnir að leggja af mörkum til heimilisins og rekstur húsnæðisins. Fyrsta hugsunin er þó að eiga heimili frekar en að eiga fjölskyldu.

Húsnæðisskortur

Talið er að hóbósexúalismi hafi aukist mjög á Vesturlöndum á undanförnum áratug eða svo. Er það einkum rakið til húsnæðiskrísu sem er orðið viðvarandi vandamál í Norður Ameríku, Evrópu og Ástralíu. Á þetta sérstaklega við í stórum borgum. Það er einfaldlega orðið of erfitt og of dýrt fyrir ungt fólk að koma þaki yfir höfuðið. Sérstaklega ungu einstæðu fólki.

Spretta upp á erfiðum tímum

Þá rímar samanburðurinn við hóbóana ágætlega. Það er að þeir spruttu upp á erfiðum og róstusömum tímum í sögu Bandaríkjanna, svo sem eftir þrælastríðið, heimsstyrjaldir eða kreppuna miklu. Fólk sem fann sig ekki eða varð undir þegar samkeppni kapítalismans harðnaði. En þetta voru ekki letingjar eða afætur heldur fólk sem hafði sjálfsbjargarviðleitni rétt eins og hóbósexúalistar í dag.

Dylja ásetning sinn

Hins vegar má segja að sambönd hóbósexúalista séu ekki alltaf heiðarleg. Því oft dylja þeir þá staðreynd fyrir maka sínum, sem heldur oft að um alvöru ástarsamband sé að ræða. Þá geti jafn vel verið mjög erfitt að átta sig á þessu. Ert þú kannski í sambandi með hóbósexúalista?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans

Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Dan segir líklegt að geimverur séu að koma bráðum til jarðar – Birtir grunsamleg svör ChatGPT

Gunnar Dan segir líklegt að geimverur séu að koma bráðum til jarðar – Birtir grunsamleg svör ChatGPT
Fókus
Fyrir 3 dögum

Setningin sem Kristbjörg heyrði nýlega og hafði mikil áhrif á hana

Setningin sem Kristbjörg heyrði nýlega og hafði mikil áhrif á hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Weeknd setti Ella Egils á vegginn – Vopnaður á vinnustofunni

The Weeknd setti Ella Egils á vegginn – Vopnaður á vinnustofunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýja kærasta Keith Urban sögð vera ungi gítarleikarinn – Faðir hennar gat ekki neitað orðrómnum

Nýja kærasta Keith Urban sögð vera ungi gítarleikarinn – Faðir hennar gat ekki neitað orðrómnum