Thomas Frank, stjóri Tottenham, myndi taka Harry Kane aftur með opnum örmum.
Kane gekk í raðir Bayern Munchen frá uppeldisfélaginu fyrir tveimur árum en hefur undanfarnar vikur verið orðaður við endurkomu til Englands.
„Það eru margir stuðningsmenn Tottenham, þar á meðal ég, sem vilja sjá Kane aftur í treyjunni okkar,“ segir Frank, sem tók við Tottenham í sumar.
„Ef Harry vill koma til baka þá er hann auðvitað velkominn,“ segir hann enn fremur.
Talið er að klásúla sé í samningi Kane um að hann megi fara frá Bayern fyrir ákveðna upphæð næsta sumar.