fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Opnar sig um gríðarlegt áfengisvandamál og segir frá hvað hann gerði – „Trúi því í alvöru að ef hún væri ekki til staðar, þá væri ég dáinn“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. september 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney hefur opinberað að hann væri líklega látinn ef ekki væri fyrir eiginkonu sína, Coleen Rooney. Hinn 39 ára gamli fyrrum fyrirliði enska landsliðsins ræddi opinskátt um baráttu sína við áfengisvanda í viðtali við Rio Ferdinand í hlaðvarpinu Presents.

Rooney segir að Coleen, sem hann hefur verið með síðan þau voru 16 ára og giftist árið 2008, hafi verið lykilmaður í að hjálpa honum að takast á við erfiðleikana.

„Ég trúi því í alvöru að ef hún væri ekki til staðar, þá væri ég dáinn,“ sagði Rooney.

„Hún hefur hjálpað mér gríðarlega mikið í gegnum árin. Við erum bara tvö krakkar frá Croxteth sem ólumst upp saman.“

Getty Images

Rooney sagði frá því hvernig hann í upphafi ferils síns gat drukkið í tvo daga í röð, og reynt að fela það með augndropum, tyggjói og rakspíra. Áfengisneyslan varð leið hans til að takast á við andlega álagið sem fylgdi lífi í sviðsljósinu.

„Þegar ég var um tvítugt lokaði ég mig oft inni heima í tvo daga og drakk þar til ég var við það að missa meðvitund. Ég vildi ekki vera í kringum annað fólk, skammaðist mín og fannst ég hafa brugðist fólki.“

GettyImages

Rooney viðurkennir að hann hafi þurft  stjórnun á þessum tíma, og að Coleen hafi verið sú sem hélt honum á réttri braut, þrátt fyrir áskoranir og fjölmiðlaumfjöllun í gegnum árin.

„Hún sá þetta mjög snemma. Ég var heltekinn af fótbolta en líka alltaf til í næturlífið. Hún hjálpaði mér að halda jafnvægi , ekki með því að stjórna mér, heldur með því að vera styrkur minn.“

Wayne og Coleen eiga saman fjóra syni: Kai (15), Klay (11), Kit (8) og Cass (6). Þrátt fyrir ýmsar áskoranir og opinber hneykslismál í gegnum tíðina hefur samband þeirra haldist sterkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Í gær

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Í gær

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann
433Sport
Í gær

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“