fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
433Sport

Opnar sig um gríðarlegt áfengisvandamál og segir frá hvað hann gerði – „Trúi því í alvöru að ef hún væri ekki til staðar, þá væri ég dáinn“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. september 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney hefur opinberað að hann væri líklega látinn ef ekki væri fyrir eiginkonu sína, Coleen Rooney. Hinn 39 ára gamli fyrrum fyrirliði enska landsliðsins ræddi opinskátt um baráttu sína við áfengisvanda í viðtali við Rio Ferdinand í hlaðvarpinu Presents.

Rooney segir að Coleen, sem hann hefur verið með síðan þau voru 16 ára og giftist árið 2008, hafi verið lykilmaður í að hjálpa honum að takast á við erfiðleikana.

„Ég trúi því í alvöru að ef hún væri ekki til staðar, þá væri ég dáinn,“ sagði Rooney.

„Hún hefur hjálpað mér gríðarlega mikið í gegnum árin. Við erum bara tvö krakkar frá Croxteth sem ólumst upp saman.“

Getty Images

Rooney sagði frá því hvernig hann í upphafi ferils síns gat drukkið í tvo daga í röð, og reynt að fela það með augndropum, tyggjói og rakspíra. Áfengisneyslan varð leið hans til að takast á við andlega álagið sem fylgdi lífi í sviðsljósinu.

„Þegar ég var um tvítugt lokaði ég mig oft inni heima í tvo daga og drakk þar til ég var við það að missa meðvitund. Ég vildi ekki vera í kringum annað fólk, skammaðist mín og fannst ég hafa brugðist fólki.“

GettyImages

Rooney viðurkennir að hann hafi þurft  stjórnun á þessum tíma, og að Coleen hafi verið sú sem hélt honum á réttri braut, þrátt fyrir áskoranir og fjölmiðlaumfjöllun í gegnum árin.

„Hún sá þetta mjög snemma. Ég var heltekinn af fótbolta en líka alltaf til í næturlífið. Hún hjálpaði mér að halda jafnvægi , ekki með því að stjórna mér, heldur með því að vera styrkur minn.“

Wayne og Coleen eiga saman fjóra syni: Kai (15), Klay (11), Kit (8) og Cass (6). Þrátt fyrir ýmsar áskoranir og opinber hneykslismál í gegnum tíðina hefur samband þeirra haldist sterkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir Kane að hann sé meira en velkominn

Segir Kane að hann sé meira en velkominn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enska stórliðið afar áhugasamt en verðmiðinn er hár

Enska stórliðið afar áhugasamt en verðmiðinn er hár
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yamal keypti hamborgara fyrir alla

Yamal keypti hamborgara fyrir alla
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona ætlar United sér að fjármagna kaupin á Baleba

Svona ætlar United sér að fjármagna kaupin á Baleba
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Snýr Gerrard aftur?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mikael ómyrkur í máli: „Það kannski sést á mínum orðum og hans hver er í Samfylkingunni“

Mikael ómyrkur í máli: „Það kannski sést á mínum orðum og hans hver er í Samfylkingunni“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aldrei liðið lengri tími milli marka eins manns

Aldrei liðið lengri tími milli marka eins manns
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alonso með augastað á Evrópumeistara

Alonso með augastað á Evrópumeistara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona krækirðu í miða á úrslitaleikinn

Svona krækirðu í miða á úrslitaleikinn
433Sport
Í gær

Tilkynna um andlát ungs manns í sorglegri yfirlýsingu

Tilkynna um andlát ungs manns í sorglegri yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Ósáttur við að fá ekki skiptin til United og mun reyna aftur

Ósáttur við að fá ekki skiptin til United og mun reyna aftur